Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 21, 2006

Skólamál

Sæl verið þið,

Jæja þá er maður nú loksins kominn með internet heim til sín. Svo maður getur loksins farið að tala út. Allaveganna þá er slatti búið að gerast síðan ég skrifaði síðast.
Um seinustu helgi fórum við til London og hittum Kidda og Unni Eir sem búa þar. Það var mjög gaman þar sem við fórum með þeim á markað og út að borða á mjög fínan stað.

Annars langar mig að segja ykkur frá skólanum og hvað þeir bjóða uppá. Þar sem ég er lesblindur þá var mér sagt að væri sérstök deild þar sem starfar fólk sem aðstoðar nemendur með lesblindu. Vegna fyrri reynslu um hvað skólar segja um lesblindu þá bjóst ég nú ekki við miklu nema kannski meiri tíma í prófi sem er það eina sem ég hef fengið hingað til. Eftir tvo fundi þá er ég ekki í vafa um að Bretar eru 15-20 árum á undan en Íslendingar í að tækla þessi mál. Allaveganna það sem ég fæ er extra nótur frá kennurum, aðgang að tölvu sem les upp allan texta, yfirlestur á ritgerðum, aðstoð á bókasafni, aðgang að fleiri forritum sem hjálpa lesblindum,o.fl. o.fl. o.fl.
Ég verð að segja það að þetta kom mér verulega á óvart og finnst mér að íslenska menntakerfið mætti nú aðeins fara hugsa sinn gang. Það er alveg á hreinu að í fyrsta skipti mér líður vel með að fara takast á við komandi vetur.

Með kveðju,
Björn Hildir