Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 27, 2006

Tilda hrísgrjón

Sæl verið þið,

Þegar ég var að elda í kvöld sem er svosum ekki frásögu færandi, átti ég að sjóða hrísgrjón með hinum indverska a´la Björns rétt. Eins og ég geri oft þá lít ég á leiðbeiningarnar hvernig maður á nú að sjóða hrísgrjón og til mikillar furðu voru leiðbeiningarnar á ÍSLENSKU. Það er ekki oft sem maður kaupir eitthvað í Englandi þar sem leiðbeiningarnar séu á móðurtungumálinu. Ég gladdist mjög mikið við þetta og þó ég segi sjálfur frá voru hrísgrjóninn þau best soðnu grjón sem ég hef gert hingað til og þakka ég það frábærum leiðbeiningum.

Með Kveðju,
Björn grjón