Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 08, 2007

Afslöppun

Sælt veri fólkið.

Jæja þá er maður bara búinn að vera í þvílíkri afslöppun undanfarna daga sem er mjög gott. Við erum núna stödd hérna á mínum ástkæra stað Seyðisfirði en í kvöld er flogið til Reykavíkur. Þar ætlum við að vera í cirka tvær vikur og spoka okkur. Annars fórum við í ansi skemmtilegt partý seinasta föstudag hjá Elfu Hlín og Óla. Þar mættu allir í þvílíkt flottum búningum. Allaveganna sjást myndir frá þessu hér fyrir ofan.

Kær kveðja,
Björn