Fótboltaleikur
Sælt veri fólkið,
Um helgina kom Tengdapabbi með fullt af liði sem hafði ákveðið að fara á leik með Arsenal - Reading. Okkur skötuhjúunum var boðið og grunar mig að tengdapabbi ætli sér að reyna breyta mér í Arsenal mann. Því miður tókst honum það ekki en annars var þetta alveg frábær upplyfun á einum nýjasta fótboltavelli Englands. Einnig þótti mér skrýtið að sjá gamlan félaga Ívar úr menntaskólanum vera spila við þessa kalla. Hann stóð sig með stakri prýði og kæmi mér ekki á óvært að hann verði eftirsóttur hjá stóru liðunum eftir þetta tímabil. Allaveganna frábær skemmtun á góðum vordegi.
Með kveðju,
Björn Liverpool 3 sæti / Arsenal 4 sæti;)