Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 06, 2007

Páskahelgin og messa

Great ST Mary´s Church
Sælt veri fólkið,

Jæja þá er nú komið að hinum árlegu páskum sem eru með svolítið öðru sniði hér í Englandi. Allaveganna vorum við skötuhjúin búin að kaupa vel inn fyrir helgina því einsog við eigum að venjast þá er allt lokað á föstudeginum langa. Við ákváðum því að fara í hjólarúnt og sjá svona hvernig þetta allt er hérna. Heyrðu okkur til mikillar undrunar var allt opið hér og þeir kalla föstudaginn langa "Good Friday". Í Biblíunni sem ég las þá var þetta enginn góður dagur, en ég veit ekki afhverju hann heitir það hér.

Þegar í bæinn var komið voru auðvitað allar kirkjur bæjarins opnar og við lentum í messu í Great St. Mary´s Church, sem var hálfnuð. Við laumuðum okkur þarna inn og við kláruðum að hlusta á ræðu biskupsins sem sagði okkur að við ættum ekki að hafa áhyggjur, því meirihlutinn af áhyggjum okkar snúast um eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Þannig að við ættum að láta Guð heilagann sjá um það. Auk þess kom það mér á óvært hvað kórinn var ótrúlega góður sem samanstóð af ungum piltum, stúlkum og fullorðnum. Að öðru leiti var þetta mjög hefðbundinn Föstudagur langi.

Með kveðju,
Björn Hildir