Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 25, 2006

Snilldar frett fra minum gamla stad.

"Fatlaður karlmaður í Árósum í Danmörku lagði fram kvörtun til félagsmálayfirvalda þar í bæ vegna þess að honum þótti sjálfsagt að bærinn myndi greiða niður kostnað hans fyrir vændisþjónustu. Maðurinn fór fram á fjárhagslega aðstoð á þeim forsendum að kaup á vændi væru einfaldlega of dýr fyrir mann í hans stöðu og því ætti bærinn að koma til móts við þau útgjöld hans. Kvörtunarnefnd á vegum félagsmálastofunar hefur nú tekið ákvörðun, og var niðurstaðan sú að það sem vændiskaup væru persónulegt val en ekki nauðsyn, þá skildi maðurinn bera allan kostnað af slíkum útgjöldum. Sjálfur segist hann hafa átt von á þessari niðurstöðu þar sem mikil umræða hafi verið undanfarið um vændiskaup."

janúar 23, 2006

Lestir og strætó

Sælt veri fólkið,

Jæja þá erum við skötuhjúinn búinn að vera í köben í viku og allt er að komast í eðlilegt form. NEMA strætó og lestir. Málið er nefnilega ég hef aldrei mætt á réttum tíma í vinnunna núna í heila viku. Þetta byrjaði fyrst á því að ég vissi ekki nákvæmlega hvar ég átti að fara út og svoleiðis og metið var að fara 9 stopp framhjá þar sem ég átti að fara út. Svo var ég loksins farinn að skilja þetta allt saman þá kemur snjór í köben. Það þýddi að næstu þrír dagar mætti ég of seint vegna umferðinn eða lestinn gekk allt of hægt. En það toppaði nú allt í morgun því ég var TVO TÍMA á leiðinni. Fyrst byrjaði ég á að bíða eftir lestinni og eftir 40 mín gafst ég upp, því komu alltaf tilkynningar "þessi lest kemur ekki en næsta er væntanleg" og svona gekk þetta endalaust. Svo ég fór og reyndi að taka strætó, ég náði strax í fyrsta strætóinn en síðan var næsti 20 mín og seinn. Það þýðir brjálaðislegur kuldi :(. Ég vona að dagurinn á morgun verði eitthvað betri.

Hilsen,
Björn hatar almenningssamgöngur

janúar 18, 2006

Flutt til köben

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er maður fluttur í litlu íbúðinna í köben og byrjaði í fyrirtækinu í dag. Þetta gekk allt saman mjög vel, er með mína eigin skrifstofu og get einbeit mér á fullu. Síðan komst ég að því að er um 50 mín á leiðinni í vinnunna. Síðan þegar ég kom heim fór ég að hjálpa Regínu að minnka eitthvað af þessum kössum og við náðum að gera ótrúlega mikið. Svo þetta er allt á réttri leið.

Hilsen,
Björn

janúar 11, 2006

Fyrsti dagurinn í köben

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er maður búinn að upplifa aðeins köben, við fengum íbúðina á mánudaginn og á þriðjudaginn fór ég í fyrirtækið sem ég ætla skrifa ritgerð fyrir. Ég að vísu kunni bara eina leið og svo ég fór með strætó og þurfti síðan að taka annan á lestarstöðinni því það var eina leiðinn sem ég vissi um. Síðan á leiðinni þegar ég er að taka næsta strætó þá kemur einn maður og spyr mig hvar hann gæti tekið 6a, það gladdi mig mjög að það var eini strætóinn sem ég vissi um í Köben svo ég vísaði honum til vegar eins og innfæddur í þessa borg. Mér líst mjög vel á fyrirtækið og ég held að þetta verði bara mjög spennandi. Að vísu erum við skötuhjúinn hérna í Aarhus að pakka niður svo ég get ekki skrifað meira í bili.

Hilsen,
Björn