Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 30, 2005

8 tíma próf í dag.

Sælt verið fólkið

Já það var sko tekið á því í dag. Ég fór í próf í dag og ég fékk átta tíma til þess að klára það. Jú jú þetta byrjaði svosum mjög eðlilega; fór með strætó í 40 mín og því næst beint inná skrifstofu á ná í prófið. Þá var þetta 10 bls af upplýsingum um fyrirtæki. Síðan í lokin koma 4 spurningar í nokkrum liðum sem ég átti að svara. Ja maður byrjaði á að lesa þetta og ég var svo sniðugur að taka með mér kaffi og tvær kexkökur. Heyrðu ég stóð ekki upp úr stólnum mínum nema tvisvar sinnum (fór á klóstið:( Eftir það var bara skrifað og skrifað og skrifað í tölvuna og ég rétt náði að skila á réttum tíma, þar að segja kl 16:00 með því að hlaupa eftir skólagöngunum og komast á skrifstofuna. Já hvað ég get sagt. Þetta tók verulega á en svona er tekið á því hérna í danmörkunni..

En það er aðeins hægt að segja um þennan dag "For fanden man"

Hilsen,
Björn sveitti.

mars 22, 2005

LegoLand

Sælt verið fólkið,

Jæja í dag var skotist í Legoland og tékkað á þessu kubbasvæði. Þetta var bara helvíti fínt og mamma og pabbi voru bara sátt. Að vísu var systursonur minn langsamlegast sáttastur með þetta. Það varð að fara í öll tækinn helst tvisvar og það gekk fínt því það voru ekkert svo margir. Síðan var brunað heim aftur með smá stop í Veile.

Hilsen,
Björn

mars 17, 2005

Veikindi liðinn,

Sælt verið fólkið

Jæja þá er ég loksins búinn að losna við þessa pest, að vísu eru ennþá smá pústrar í gangi en maður harkar þetta bara af sér. Síðan á morgun er síðasti skóladagur fyrir páskafrí:):).) Og ekki nóg með það þá eru mamma og pabbi núna stödd einhvernstaðar á ballarahafi rétt fyrir utan Færeyjar um borð í Norrænu á leiðinni í heimsókn. Svo hvað getur maður sagt páskarnir líta bara út fyrir að verða mjög skemmtilegir.

Hilsen,
Björn

mars 12, 2005


Saybia á tónleikum 10.mars. Posted by Hello

Tónleikar með Saybia

Sælt veri fólkið.

Seinasta fimmtudag var farið á hörku góða tónleika með hljómsveitinni Saybia sem heimsótti Århusar íbúa. Þessi hljómsveit er ein frægasta hljómsveit Dana um þessar mundir. Það var bara mjög gaman og við Regína vorum einsog unglingar á fremsta bekk. Þessi staður var nefnilega ekkert svo stór, minnti mann pínu á Gaukinn. Annars endaði kvöldið ekki mjög vel því ég er búinn að vera fárveikur síðan þá. Nánari upplýsingar um hljómsveitina er að finna hér.
p.s. lagið I Surrender var svolítið spilað á íslandi í sumar.

Hilsen
Björn Veiki.

mars 09, 2005

Verkefna skil

Sælt verið fólkið,

Það var mikill léttir í gær þegar ég skilaði ritgerð um fyrirtækið sem ég var að tala um hérna fyrir neðan(Tvilum-Scanbirk). Svo maður nennir eiginlega ekkert að gera þegar það er búinn að vera svona törn. Annars er ég mjög ánægður með tvo seinustu daga, því þá var sól og hitinn fór yfir núll. Menn eru nefnilega orðnir þreyttir á þessum snjó. Ekki get ég nú sagt að þetta sé mikill snjór á íslenskan mælikvarða en þegar maður er búinn að venjast svona góðu þá er þetta mikið. Ég held þetta sé nú samt að fara núna. Jæja ég lítið meira að segja í bili

Bið að heilsa
Björn Hildir

mars 02, 2005

Fyrirtækjaheimsókn.

Sælt veri fólkið,

Í dag fórum við í skólanum í heimsókn í fyrirtæki sem heitir Tvilum-Scanbirk. Þetta er eflaust fyrirtæki sem þið hafið aldrei heyrt um. Málið er að þetta er stærsta fyrirtækið í Evrópu sem framleiðir húsgögn sem þú setur sjálfur saman. Stærsti viðskiptavinur þessa fyrirtækis er þá.............já hvað heldurðu?.............jú jú það er rétt hjá þér IKEA. Þeir hafa fimm verksmiðjur hérna í Danmörku og við heimsóttum höfuðstöðvarnar og þar eru í raun og veru þrjár verksmiðjur. Við skoðuðum eina af þeim og þegar við komum í heimsókn í dag var verið að framleiða kommóðu fyrir IKEA. Bara í dag framleiddu þeir 2000 stk. Bara láta ykkur vita af því að þegar þið keyptuð seinast IKEA vöru og henni var pakkað inní plastkassa, þá voru 15-20 manns búnir að raða ofan í þennan eina kassa. Það er einmitt þannig að það er einn sem setur skrúfurnar í, síðan er annar sem setur bakhliðina og svo koll af kolli. FRÁBÆR VINNA MAÐUR:) Þetta var að vísu aðallega ungt fólk sem stóð við línuna.
Jæja þá vitið þið eitthvað hvar IKEA húsgögn eru framleidd.

Hilsen,
Björn