Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

ágúst 29, 2005

Tutor

SÆlt verið fólkið,

Ég var í skemmtilegu verkefni núna í dag og síðan líka á morgun. Ég var nefnilega valinn til þess að verða Tutor fyrir nýju nemendurna sem voru að byrja í skólanum í dag. Við vorum sem sagt nokkur úr mínum bekk sem þurftum að aðstoða nemendur á fyrsta degi í skólanum. Það var auðvitað farið í leiki og drukkið smá bjór og dönum er von og vísa. Á morgun verður svo farið í einhvern garð þar sem að þjálfa fólk að vinna saman í hópum. Danir eru nefnilega mjög mikið fyrir hópvinnu. Ég held ég hafi gert eitt verkefni einn síðastliðinn vetur. Síðan er busaball á föstudaginn svo það er allt í gangi. Um helgina var að sjálfsögðu farið í bæinn út af Festuge sem stendur hér yfir um þessar stundir. Seinasta laugardag var Jonney Deluxe að spila sem var alveg ljómandi gott. Það var sungið hástöfum "Vi vill har mere" sem er eitt að fáum lögum sem ég þekki. Annars er festuge ótrúleg upplyfun, bjór,matur,bjór og klósett á hverju horni síðan eru þrjú stór tjöld þar sem alltaf er lifandi musik. Og auðvitað er listvitburðir af ýmsum toga í gangi allstaðar í kring.

Jæja bið að heilsa í bili
Björn

ágúst 24, 2005

Sólin og alles

Hej Hej,

Jæja þá er hinn fínasta vika liðinn í sól og blíðu. Gústi fór í dag og er á leiðinni heim til ísland. Það var eitthvað drukkið af bjór og aðeins kíkt út á lífið. Síðan var tekið extra vel á því á laugardaginn því þá var kallinn árinu eldri. Annars er kemur Regína á morgun og svo það borgar sig að fara aðeins að taka til.

Hilsen,
Björn

ágúst 19, 2005

Heimsókn ofl.

Komiði sæl.

Ja það gerðist mjög skemmtilegur atburður á seinasta miðvikudag því þá kom Gústi í heimsókn og ætlar að vera hjá mér um helgina. Síðan í gær fórum við niðrí bæ og það var alveg frábært veður í gangi. Við erum að tala við 25-30 gráður. Síðan um helgina á að fara eitthvað fá sér gott að borða í tilefni dagsins. Annars er konan að koma á fimmtudaginn svo þá fer nú allt að verða dásamlegt á ný. Jæja þá verð að fara fylgjast með í tímanum.

Góða helgi öll sömul.
Björn H

ágúst 12, 2005

Helginn

SÆlt verið fólkið,

Jæja það lítur út fyrir að þetta verði bara mjög þæginlega og róleg helgi framundan einsog vikan er búinn að vera. Að vísu er fótboltaleikur með SFHeklu á morgun en að öðruleiti bara góð og fín afslöppun. Ég er að vísu pínu svekktur að það átti að vera full skóla vika en ég er bara búinn að fara í tvo tíma því allt hitt er búið að vera frestað vegna veikinda, seinast í dag. En svona er þetta hér í danaveldi.

Hilsen,
Björn

ágúst 08, 2005

Kominn til Danmerkur

Hej Hej,

Núna er maður kominn til Danmerkur og ætlaði að byrja í skólanum á fullu í dag. En það byrjaði ekki vel því það var frí þennan fyrsta dag. En það er nú bara mjög gott. Svo þá kom maður sér bara fyrir og fór í búðinna. Annars er bara búið að rigna þennan fyrsta dag í danaveldi.

Hilsen,
Björn