Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 19, 2006

Brjálað að gera

Sælt veri fólkið,

Jæja það líður ansi langt á milli skilaboða en það er bara búið að vera brjálað að gera hjá mér undanfarið. Skólinn er auðvitað að taka sinn toll, síðan var ég fenginn til þess að taka þátt í Business leik sem heitir UBC - IBM. Þessi leikur gengur út á það að reka fyrirtæki og við erum að keppa við alla aðra háskóla á Englandi. Það er IBM sem styrkir leikinn sem gengur út á vera góður í að skoða tölur. Við erum fimm í liðinu fyrir Anglia Ruskin University. Þetta er mjög gaman og góð reynsla. Síðan komu þvílikar gleði fréttir á föstudaginn þegar ég kom heim. En þær voru að ég hefði fengið styrk sem ég sótti um sem hljóðar upp á 1000 pund. Mér finnst pínu fyndið að ég hafi fengið styrkinn því ég þurfti að skrifa 350 orð um afhverju ég ætti að fá styrkinn. Ég skrifaði bara að ríkisstjórninn á Íslandi hjálpaði ekki einstaklingum að borga skólagjöld í Bachelor námi og einstaklingurinn yrði því að borga fyrir það sjálfur. Allaveganna þetta virkaði fínt og ég fékk styrkinn.

Síðan er ég kominn með myspace heimasíðu bara til að snobba aðeins. Hér er linkurinn http://www.myspace.com/hildir

Annars bið ég að heilsa ykkur öllum á Kalda Íslandi þessa dagana. Ég spilaði fótbolta í dag og það stóð á mælirnum (á móti sól) að það væru 17 gráður.

Með kveðju,
Björn

nóvember 11, 2006

Maður flúgandi

Sæl verið þið,

Það gerðist svolítið óvenjulegur atburður í gærmorgun. Við Skötuhjúin vorum nývöknuð og vorum að fara að fá okkur morgunverð, þá verðum við vör við að það eru einhverjir eru á þakinu og þeir höfðu svolítið mikinn hávaða. Nema birtist ekki bara löpp niður úr loftinu með þeim hávaða sem því fylgir. Þetta er nú eitt það fyndasta sem ég hef lent í. Sem betur fer slasaðist enginn í þessari uppákomu. Einhvern veginn var þetta eins og í bíómynd. Allaveganna hér eru myndir sem segja meira en nokkur orð.

Með kveðju,
Björn Hildir


 Posted by Picasa