Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 29, 2006

Amsterdam hjá HildirHans

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er Amsterdam helgin liðin og var hún alveg ljómandi góð ferð. Ferðin byrjaði frekar skringilega því um leið og ég settist uppí leigubíl var mér boðið öll helstu dóp bæjarins. Ég sat rólegur og sagði ekki neitt meðan hann útskýrði nákvæmlega hvernig efnin væru samsett og gæði hvers og eins. Síðan eftir nágóða stund af útskýringum þá spurði hann "Heyrðu ertu nokkuð Lögga". Þá gat ég nú ekki annað en hlegið af þessum ótrúlega leigubílstjóra. Ég allaveganna áttaði mig á því að ég var kominn í mekka dópsins. Síðan mætti ég á hótelið sem var hið glæsilegasta, staðsett við Dam torgið í Amsterdam. Laugardagurinn fór í stilla upp fyrir kvöldið í kampavínssalnum á hótelinu sem var frá 1897 að mig minnir. Kvöldið tókst mjög vel og við strákranir skemmtum okkur mjög vel. Sunnudagurinn var notaður í að skoða sig um í mjög ljúfu veðri. Á svo mánudagsmorgninum var svo farið á Van Gogh safnið sem var mjög áhugavert. Seinni partinn af deginum eyddi ég að fluga heim aftur til köben. Niðurstöður af þessum pisli er afar vel heppnuð Amsterdam ferð.

Farvel
Björn

p.s. Hér eru myndir af ferðinni.
myndir

mars 11, 2006

Konan farinn

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er konan bara farinn frá mér en hún fór í gær. Ekki að vísu í bókstaflegri merkingu að ég held :/ nei allaveganna fór hún heim til íslands í dag og ætlar að vera þar í tvær vikur. Hún ætlar nefnilega reyna læra þar hjá mömmu og pabba hennar. Þetta átti að vísu ekki vera fyrr en í apríl en það sem gerðist í fyrradag var mér tilkynnt að það yrði að fresta aðgerðinni á hnénu á mér sem átti að gerast á þriðjudaginn. Hún átti nefnilega vera minn aðstoðarmaður í ferðinni til Silkiborgar. Vandamálið er að svefnlæknirinn er veikur svo það varð að fresta aðgerðinni. Ég skil ekki alveg er ekki hægt að gefa mér töfluna og þá er ég sofnaður. Ja svo virðist ekki vera svo ég fer ekki aðgerð fyrr en 3 apríl. Þetta er svosum ágætt en maður var bara búinn að undirbúa sig fyrir þetta og svo gerist ekkert. Allaveganna kallinn er einn í kotinu og æltar að reyna rokka eitthvað á meðan. Það er nefnilega bara 11 dagar í Amsterdam :)

Farvel,
Björn hin eini