Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 29, 2007

Góð helgi

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er ein en helgin liðinn með tilheyrandi látum. Við byrjuðum þessa helgi með því að fara á Bjórfesteval með Bryndísi og Bjarka. Þar var boðið uppá 184 tegundir af bjór. Því miður náði ég nú ekki að smakka alla en maður reyndi einsog maður gat. Á laugardaginn fór svo sami hópur að pönta á Cam river með kampavín og sushi í hönd. Um kvöldið var síðan grillað og eftir það farið á Gríska tónleika með 15 manna hljómsveit. Á sunnudaginn var skyndiákvörðun tekinn og drifið sig til London að hitta Rúnar og Bylgju sem voru þar að spóka sig. Eftir að þau þurftu að yfirgefa svæðið þá kýktum við skötuhjúinn í búðir og fengum okkur pizzu að hætti Bella Pizza.
Að vísu gerðist skemmtilegur atburður þarna í búðinni þar sem Regína var skoða sig um, stóð ég eins og álfur út úr hól röltandi þarna um. Síðan fann ég að það var einhver að horfa á mig og ég leit við þá var það hin fræga leikkona Thandie Newton sem er fræg fyrir að leika mynd einsog Crash eða Mission Impossible. Þetta að vísu kemur ekkert á óvært að hún hafi verið að horfa á mig (að ég held???).;)
Thandie Newton

maí 18, 2007

Ritgerðarskil

Sælt veri fólkið,

Það var mikill léttir seinasta þriðjudag þegar ég skilaði inn ritgerðunum sem ég er búinn að vinna í seinustu sex vikurnar. Þá er bara eitt próf eftir sem er fjórða júní. Svo Bachelor gráðan er bara á næsta leiti (vonandi). Annars eru stífir heimsóknar tímar núna og framundan þ.e.a.s á næstu vikum kemur skemmtilegur hópur af góðum vinum og fjölskyldu í heimsókn. Annars er búið að vera frekar leiðinlegt veður hérna undanfarið, rigning og 15 gráður. Sem var að vísu ágætt þegar maður þurfti að búa á bókasafninu allan daginn. Síðan erum við skötuhjúin farin að undirbúa væntanlegan flutning heim til okkar ástkæra lands og þessi þriggja ára útrás er að enda í bili.

Með kveðju,
Björn H Reynisson