Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 19, 2005

Slasaður á leiðinni til Milanó.

Komiði sælar dúfurnar mínar.

Ja vikan byrjaði ekki vel, kallinn ákvað að skella sér á æfingu hjá stórfélaginu SFHeklu. Kallinn er nefnilega búinn að vera reyna koma sér í form. Síðan gerist það að hann lendir í samstuði og hnéið fer eitthvað annað. Maður ætlaði nú bara að harka þetta af sér, en það var held ég ekkert sniðugt. Í morgun var kallinn svo sárkvalin og skellti sér til læknis og fékk þann úrskurð að fótbolti verður ekki spilaður í mánuð. :(:(:(

Annars eru líka gleðifréttir því kallinn er á leiðinni til Milanó með bekknum sínum. Já já Benedikt XVI mun taka móti okkur og bjóða okkur velkomin. Tilgangur þessarar ferðar er ekki bara að skoða borgina og drekka kannski einn bjór. Nei við eigum að fara að gera Markaðskönnun þarna. Og minn hópur mun skrifa fyrir danskt fyrirtæki. Við ætlum að aðstoða ruslafötufyrirtækið Vipp sem ég hef áður skrifað um. Vipp Það verður lagt í hann núna á laugardaginn og keyrt til Hamborg þar sem við tökum flugvél sem flýgur með okkur til MILANÓ:) Já góðir gestir Milanó mun njóta minna krafta í heila viku, ekki slæmt það;)

Svo væntanlega næst þegar ég skrifa þá hef ég frá nógu að segja.

Farvel min ven.
Björn

apríl 16, 2005

Sumarið komið ???

Sælt veri fólkið,

Í dag þegar ég vaknaði þá voru 17 gráður og hin fallega sól skein sínu skærasta. En það sem er kannski merkilegt við þetta allt saman var að Erik nágranni minn spurði mig hvort ég vildi ekki slá blettinn minn með sláttuvélinni sinni. Ég þáði boðið og sló blettinn með látum og tilfinningarnar síðan maður vann við að slá á Seyðisfirði komu fram. Ja held bara að gömlu taktarnir við sláttinn hafi bara komið líka fram meðan ég strauk blettinn fram og til baka. Já góðir hálsar SUMARIÐ ER KOMIÐ OG ÉG BÚINN MEÐ MINN FYRSTA SLÁTT.
Annars var í gær farið á bjórkvöld Íslendingafélagsins hér í Århus. Við vorum nokkur í hóp sem ákváðum að kíkja á aðra Íslendinga. Þetta var haldið í Færeyingahúsinu í miðbænum og á móti okkur tók íslensk músík í græjunum. Þetta var svona alveg ágætt en mér leið helst einsog ég væri á kaffi Austurstræti svo veit ekki alveg hvort þetta var fyrir okkur. Því næst var farið á nokkra klúbba og sötrað smá öl.

Farvel
Björn

apríl 10, 2005

Róleg helgi

Sælt verið fólkið.

Já helgin var bara frekar róleg. Það var bara snemma farið að sofa á föstudagskvöld, menn væntanlega þreyttir eftir amstur vikunnar. Síðan á laugardaginn var farið í afmælisveislu hérna til hans Kristleifs sem er sonur þeirra Þórðar og Drífu. En Þórður er nefnilega með mér í bekk og Regína er með Drífu í sálfærðinni. Þetta var alvöru afmæli með kökum og alles. Síðan er dagurinn í dag bara búinn að vera lærdómur út í eitt. Ég er nefnilega að fara í annað próf á þriðjudaginn sem er alveg einsog lokaprófið í haust og nú fæ ég bara sex tíma í verkefnið.

Venlig hilsen,
Björn

apríl 03, 2005

Riddarar í skóginum.

Komiði sæl.

Í dag er búið að vera mjög gott veður og við skötuhjúin ákváðum að fara út að hlaupa sem er svosum ekkert óvenjulegt;) Við fórum nýja leið og lentum inní einhvern skóg hérna í nágrenninu. Síðan vorum við bara hlaupa þarna og ég fer eitthvað að líta inní skóginn, nei nei hvað sé ég ekki menn með sverð og skjöld, klædda í skykkjur og með hjálma. Á þessum tímapunkti hélt ég nú að þetta væru bara einhverjir krakkar að leika sér í Hróa Hetti leik. Síðan gerist það að við komum inná eitthvað opið svæði og ég veit að þið trúið því ekki, þarna voru um 300 - 400 manns allir klæddir í skykkjur og með sverð í tjöldum og virtust vera að slaka á fyrir einhver átök. Mér leið eins og ég væri kominn á vígvöllinn í Lord of the rings, þetta var ótrúlegt. Ekki bara börn með sverð heldur fullorðnir líka. Okkur leið auðvitað eins og fávitum að hlaupa þarna í gengum svæði fullt af vopnuðum mönnum sem störðu á okkur eins og einhverjar geimverur. Að sjálfsögðu jukum við bara hraðan en það tók okkur um 10 mín að komast frá þessum riddaraskógi.

Ja það er allt til hérna í skógum Danmörku.

Björn hlaupari