Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 16, 2005

Sumarið komið ???

Sælt veri fólkið,

Í dag þegar ég vaknaði þá voru 17 gráður og hin fallega sól skein sínu skærasta. En það sem er kannski merkilegt við þetta allt saman var að Erik nágranni minn spurði mig hvort ég vildi ekki slá blettinn minn með sláttuvélinni sinni. Ég þáði boðið og sló blettinn með látum og tilfinningarnar síðan maður vann við að slá á Seyðisfirði komu fram. Ja held bara að gömlu taktarnir við sláttinn hafi bara komið líka fram meðan ég strauk blettinn fram og til baka. Já góðir hálsar SUMARIÐ ER KOMIÐ OG ÉG BÚINN MEÐ MINN FYRSTA SLÁTT.
Annars var í gær farið á bjórkvöld Íslendingafélagsins hér í Århus. Við vorum nokkur í hóp sem ákváðum að kíkja á aðra Íslendinga. Þetta var haldið í Færeyingahúsinu í miðbænum og á móti okkur tók íslensk músík í græjunum. Þetta var svona alveg ágætt en mér leið helst einsog ég væri á kaffi Austurstræti svo veit ekki alveg hvort þetta var fyrir okkur. Því næst var farið á nokkra klúbba og sötrað smá öl.

Farvel
Björn