Róleg helgi
Sælt verið fólkið.
Já helgin var bara frekar róleg. Það var bara snemma farið að sofa á föstudagskvöld, menn væntanlega þreyttir eftir amstur vikunnar. Síðan á laugardaginn var farið í afmælisveislu hérna til hans Kristleifs sem er sonur þeirra Þórðar og Drífu. En Þórður er nefnilega með mér í bekk og Regína er með Drífu í sálfærðinni. Þetta var alvöru afmæli með kökum og alles. Síðan er dagurinn í dag bara búinn að vera lærdómur út í eitt. Ég er nefnilega að fara í annað próf á þriðjudaginn sem er alveg einsog lokaprófið í haust og nú fæ ég bara sex tíma í verkefnið.
Venlig hilsen,
Björn