Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 12, 2005

Tónleikar með Saybia

Sælt veri fólkið.

Seinasta fimmtudag var farið á hörku góða tónleika með hljómsveitinni Saybia sem heimsótti Århusar íbúa. Þessi hljómsveit er ein frægasta hljómsveit Dana um þessar mundir. Það var bara mjög gaman og við Regína vorum einsog unglingar á fremsta bekk. Þessi staður var nefnilega ekkert svo stór, minnti mann pínu á Gaukinn. Annars endaði kvöldið ekki mjög vel því ég er búinn að vera fárveikur síðan þá. Nánari upplýsingar um hljómsveitina er að finna hér.
p.s. lagið I Surrender var svolítið spilað á íslandi í sumar.

Hilsen
Björn Veiki.