Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 02, 2005

Fyrirtækjaheimsókn.

Sælt veri fólkið,

Í dag fórum við í skólanum í heimsókn í fyrirtæki sem heitir Tvilum-Scanbirk. Þetta er eflaust fyrirtæki sem þið hafið aldrei heyrt um. Málið er að þetta er stærsta fyrirtækið í Evrópu sem framleiðir húsgögn sem þú setur sjálfur saman. Stærsti viðskiptavinur þessa fyrirtækis er þá.............já hvað heldurðu?.............jú jú það er rétt hjá þér IKEA. Þeir hafa fimm verksmiðjur hérna í Danmörku og við heimsóttum höfuðstöðvarnar og þar eru í raun og veru þrjár verksmiðjur. Við skoðuðum eina af þeim og þegar við komum í heimsókn í dag var verið að framleiða kommóðu fyrir IKEA. Bara í dag framleiddu þeir 2000 stk. Bara láta ykkur vita af því að þegar þið keyptuð seinast IKEA vöru og henni var pakkað inní plastkassa, þá voru 15-20 manns búnir að raða ofan í þennan eina kassa. Það er einmitt þannig að það er einn sem setur skrúfurnar í, síðan er annar sem setur bakhliðina og svo koll af kolli. FRÁBÆR VINNA MAÐUR:) Þetta var að vísu aðallega ungt fólk sem stóð við línuna.
Jæja þá vitið þið eitthvað hvar IKEA húsgögn eru framleidd.

Hilsen,
Björn