Tónleikar
Sælt verið fólkið,
Í gær gerðist mjög skemmtiegur atburður. Við vorum á barnum í skólanum þá fréttum við að því að það væri frítt á tónleika með Tim Christensen í Århus um kvöldið. Þá kemur það í ljós að einn stærsti bankinn í danmörku Jyskebank væri að bjóða öllum ókeypis á þessa tónleika ef þeir fylla út eitt ákveðið blað. Það voru um 4000. manns skráðu sig og mættu á tónleikana. En með þessu náðu þeir að safna 4000 góðum upplýsingum sem gætu verið framtíðar viðskiptavinir, ja maður veit ekki. JyskeBank Þessi Tim Christensen ætti kannski flestir íslendingar að þekkja því hann samdi upphafslagið við þættinna Nicolai og Julia sem sýndir voru á rúv fyrir nokkrum mánuðum. Annars eru nánari upplýsingar um Tim Christensen hér.
Allaveganna skemmti ég mér konunglega og lifði mig inní þessa dönsku stemmningu.
Hilsen,
Björn