Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

febrúar 20, 2005

Dagkrem og hreinsikrem fyrir karlmenn

Hej hej

Við hérna í skólanum gerðum smá markaðskönnun á því hvort karlmenn í Århus á aldrinum 20-60 notuðu dagkrem eða hreinsikrem reglulega. Það kom kannski ekki á óvart að aldurshópurinn 20-29 ára nota langmest svona vörur. Karlmenn yfir 35 ára nota frekar lítið af svona vörum, og þegar við spurðum afhverju þeir notuðu ekki svona þá var svarið aðallega "Við erum karlmenn!". Já við klikkum sko ekkert á smáatriðunum. Það sem kom líka kannski á óvart var að karlmenn sem nota svona vörur nota aðallega dagkrem. Í heildina litið var það um 5% af þeim sem við spurðum sem notuðu hreinsikrem. Að vísu lenntum við í smá vandræðum hérna í Århus því þú þarft alltaf að fá leyfi ef þú stendur spyrð fólk spurninga en við ákváðum að fara í eina kringlu sem er í miðbænum við hliðinna á lestarstöðinni. Þá kom í ljós að við máttum bara standa á gangi sem var á milli lestarstöðvar og þessarar kringlu. Þar var bara fólk sem var á hlaupum eftir lest eða inní kringluna. En við náðum að spyrja 50 manns. Það er áætlað að sala á dagkremum og hreinsikremum í Danmörku verði DKK 15,4 milljón árið 2008.
Jæja ég vona þið hafið haft gaman af smá fræðslu um notkun karlmanna í Danmörku á þessum vörum.

Hilsen,
Björn