Riddarar í skóginum.
Komiði sæl.
Í dag er búið að vera mjög gott veður og við skötuhjúin ákváðum að fara út að hlaupa sem er svosum ekkert óvenjulegt;) Við fórum nýja leið og lentum inní einhvern skóg hérna í nágrenninu. Síðan vorum við bara hlaupa þarna og ég fer eitthvað að líta inní skóginn, nei nei hvað sé ég ekki menn með sverð og skjöld, klædda í skykkjur og með hjálma. Á þessum tímapunkti hélt ég nú að þetta væru bara einhverjir krakkar að leika sér í Hróa Hetti leik. Síðan gerist það að við komum inná eitthvað opið svæði og ég veit að þið trúið því ekki, þarna voru um 300 - 400 manns allir klæddir í skykkjur og með sverð í tjöldum og virtust vera að slaka á fyrir einhver átök. Mér leið eins og ég væri kominn á vígvöllinn í Lord of the rings, þetta var ótrúlegt. Ekki bara börn með sverð heldur fullorðnir líka. Okkur leið auðvitað eins og fávitum að hlaupa þarna í gengum svæði fullt af vopnuðum mönnum sem störðu á okkur eins og einhverjar geimverur. Að sjálfsögðu jukum við bara hraðan en það tók okkur um 10 mín að komast frá þessum riddaraskógi.
Ja það er allt til hérna í skógum Danmörku.
Björn hlaupari