Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 30, 2005

8 tíma próf í dag.

Sælt verið fólkið

Já það var sko tekið á því í dag. Ég fór í próf í dag og ég fékk átta tíma til þess að klára það. Jú jú þetta byrjaði svosum mjög eðlilega; fór með strætó í 40 mín og því næst beint inná skrifstofu á ná í prófið. Þá var þetta 10 bls af upplýsingum um fyrirtæki. Síðan í lokin koma 4 spurningar í nokkrum liðum sem ég átti að svara. Ja maður byrjaði á að lesa þetta og ég var svo sniðugur að taka með mér kaffi og tvær kexkökur. Heyrðu ég stóð ekki upp úr stólnum mínum nema tvisvar sinnum (fór á klóstið:( Eftir það var bara skrifað og skrifað og skrifað í tölvuna og ég rétt náði að skila á réttum tíma, þar að segja kl 16:00 með því að hlaupa eftir skólagöngunum og komast á skrifstofuna. Já hvað ég get sagt. Þetta tók verulega á en svona er tekið á því hérna í danmörkunni..

En það er aðeins hægt að segja um þennan dag "For fanden man"

Hilsen,
Björn sveitti.