Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 19, 2005

Slasaður á leiðinni til Milanó.

Komiði sælar dúfurnar mínar.

Ja vikan byrjaði ekki vel, kallinn ákvað að skella sér á æfingu hjá stórfélaginu SFHeklu. Kallinn er nefnilega búinn að vera reyna koma sér í form. Síðan gerist það að hann lendir í samstuði og hnéið fer eitthvað annað. Maður ætlaði nú bara að harka þetta af sér, en það var held ég ekkert sniðugt. Í morgun var kallinn svo sárkvalin og skellti sér til læknis og fékk þann úrskurð að fótbolti verður ekki spilaður í mánuð. :(:(:(

Annars eru líka gleðifréttir því kallinn er á leiðinni til Milanó með bekknum sínum. Já já Benedikt XVI mun taka móti okkur og bjóða okkur velkomin. Tilgangur þessarar ferðar er ekki bara að skoða borgina og drekka kannski einn bjór. Nei við eigum að fara að gera Markaðskönnun þarna. Og minn hópur mun skrifa fyrir danskt fyrirtæki. Við ætlum að aðstoða ruslafötufyrirtækið Vipp sem ég hef áður skrifað um. Vipp Það verður lagt í hann núna á laugardaginn og keyrt til Hamborg þar sem við tökum flugvél sem flýgur með okkur til MILANÓ:) Já góðir gestir Milanó mun njóta minna krafta í heila viku, ekki slæmt það;)

Svo væntanlega næst þegar ég skrifa þá hef ég frá nógu að segja.

Farvel min ven.
Björn