maí 27, 2005
Seinasti tíminn
Sælt verið fólkið,
Hér sit ég nú í seinasta tímanum á þessum vetri og þá eru 13 dagar þangað til ég tek prófið góða. Ég á núna að vera hlusta á Birgitte sem er að tala um Design. En ég er ekki alveg að meika þetta núna. Eftir tíman núna klukkan 12:00 þá á að fara út í búð og kaupa tvo til þrjá kassa af bjór og sitja úti fyrir framan skólan í 25 gráðu hita. Á morgun verður nú samt allt toppað veðurlega séð en þeir eru að spá 30 gráðum og glaða sólskin. Jæja ætli ég verði ekki að fara hlusta eitthvað.
Hilsen
Björn
maí 22, 2005
Eurovision
Komiði sæl,
jæja þá er stórri helgi á íslendskan mælikvarða lokið. Við héldum að sjálfsögðu smá partý á fimmtudaginn og ég hafði undirbúið smá Europunkt(spurningakeppni). Það voru auðvitað mikil vonbrigði að þetta skildi fara svona og nýustu fréttir segja að Selma hafi lent í 16. sæti á keppninni. MIKIL VONBRIGÐI:( Allaveganna var ákveðið í gær að hittast og horfa á keppnina, við fórum til Gunna og Ragnheiðar og þar var að sjálfsögðu verið að spá í spilin. Við Ragga höfðum eitt rétt en það var að Grikkland myndi vinna. Hápunktur kvöldsins var nú samt að ég vann 24 stk af bjór vegna þess að ég sagði við eina bekkjarsystur mína að Danmörk myndi ekki lenda í topp fimm. En það endaði með því að Danir lentu í 10. sæti.
Annars er ég bara að fara læra læra læra.
Hilsen,
Björn
maí 18, 2005
Handboltaleikur
Sælt verið fólkið,
Heldurðu að kallinn hafi ekki bara skélt sér á handboltaleik. Þetta var að vísu engin venjulegur leikur, Århus GF gat nefnilega með jafntefli orðið danskur meistari. Í Århúsaliðinu eru tveir íslendingar að spila, þeir Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson. En því miður urðu þeir félagar ekki Danskir meistarar og þurfa þeir að spila oddaleik á sunnudaginn. Þetta var ekki alveg nógu gott og verður mjög erfitt að taka Kolding á heimavelli. Annars var þetta mjög gaman.
Hilsen,
Björn
maí 15, 2005
Enn ein helgin
Sælt veri fólkið.
Jæja þá er ein enn vikan liðin sem endar með sólskini. Þessi vika var svosum ekkert mjög viðburðarík hjá mér nema að það var mikið um verkefnaskil í skólanum. Síðan eru aðeins tvær vikur eftir í skólanum og síðan próf 9.júní. Við skötuhjúin fórum í grillveislu á föstudaginn þar sem við íslensku bekkjarfélagarnir í skólanum mínum hittumst og snæddum grillmat. Annars er helgin að mestu leiti búin að fara í skólalestur og hefur gengið bara ágætlega.
Ég gleymdi að segja frá því að um daginn var kveikt í íbúðarhúsi hérna í rétt hjá okkur. Þetta var frekar stórt einbýlishús sem brann til grunna. Engin dó í þessum bruna en lögreglan grunar að Hell´s Angels hafi staðið að þessu. Ja hvað getur maður sagt annað en maður sé í gettóinu Aarrrr.
Hilsen,
Björn
maí 08, 2005
TV
Sælt veri fólkið!
Þessi helgi eftir Mílanó ferð fer nú bara í afslöppun. Maður er bara búinn að vera að taka það rólega. Við skötuhjúin fórum aðeins niðrí bæ í gær og fengum okkur smá í gogginn. Síðan var bara tékkað á tellinu, að vísu er nú oftast lítið að horfa á þar því við erum með eina stöð sem sést vel og síðan tvær í snókomu. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur sætt sig við og finnst það bara fínt. Þessi eina stöð sem við sjáum vel var með mynd frá "83 og átti að vera algjör lögfræðitryllir. Já ég get bara sagt að við skötuhjúin vorum ekki alveg nógu ánægð með endirinn.
Síðan í dag var stefnt á að kíkja á ströndina hérna í Århús og tékka á öllu þessu fyrir sumarið. En ég er hræddur um að það verði ekkert úr því einsog staðan er núna þá er 5 gráðu hiti og rigning. Maður er ekki alveg að komast í þennan strandfýling.
Farvel,
Björn í meðferð
maí 02, 2005
Milanóferðin
Komið þið sæl öll sömul!
Jæja þá er viku ferð til Mílanó búin og kallinn bara með smá brúnku í framan. Ferðin byrjaði á rigningu og allir blautir. Var ákveðið að kíkja á helstu túrista staði Mílanó borgar. Fyrst var stefnan tekin á að sjá Síðustu kvöldmáltíðinna, það gekk að vísu ekki nógu vel því það er upptekið marga mánuði fram í tímann. Allaveganna fyrir 25 manna hóp. Þá var farið og skoðað dómkirkjuna sem er sú flottasta sem ég hef séð. Eftir það var farið í Scala óperuhúsið og nú skil ég afhverju menn segja að þetta sé flottasta óperuhús í heiminum. Síðan á þriðjudeginum fórum við og hittum sendiherra Danmerkur á Norður Ítalíu sem að uppfærði okkur um hvernig maður á að eiga viðskipti við Ítali. Eftir það fórum við að vinna í verkefninu og var mikið labbað. Síðan um kvöldið var farið á aðal atburð ferðarinnar. Fórum á leik á SanSiero leikvanginn á leik með AC Milan - PSV. Ég verð að segja að þetta var upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Rúmlega 80 þús manns saman komnir á einn stað. Ég hef farið á leik í Englandi en þetta var alvöru leikur. Daginn eftir var verið að vinna í verkefninu og síðan borðað annað hvort ekta ítalskt pasta eða ljúffeng pizza. Maður fær nú aldrei nóg af því. Síðan var ansi skemmtilegt að ég hitti dreng að nafni Birgir sem ég var að vinna með Nýherja á sínum tíma. Hann og kærasta hans fóru með okkur á frábæran ítalskan stað sem var algör snilld. Birgir er nefnilega að læra innanhús arkitektúr í Milanó.
Ekki má gleyma að veðrið var algjör snilld það sem eftir var ferðarinnar eða um 25-30 gráður.
Með kveðju,
Björn