Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 27, 2005

Seinasti tíminn

Sælt verið fólkið,

Hér sit ég nú í seinasta tímanum á þessum vetri og þá eru 13 dagar þangað til ég tek prófið góða. Ég á núna að vera hlusta á Birgitte sem er að tala um Design. En ég er ekki alveg að meika þetta núna. Eftir tíman núna klukkan 12:00 þá á að fara út í búð og kaupa tvo til þrjá kassa af bjór og sitja úti fyrir framan skólan í 25 gráðu hita. Á morgun verður nú samt allt toppað veðurlega séð en þeir eru að spá 30 gráðum og glaða sólskin. Jæja ætli ég verði ekki að fara hlusta eitthvað.

Hilsen
Björn