Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 15, 2005

Enn ein helgin

Sælt veri fólkið.

Jæja þá er ein enn vikan liðin sem endar með sólskini. Þessi vika var svosum ekkert mjög viðburðarík hjá mér nema að það var mikið um verkefnaskil í skólanum. Síðan eru aðeins tvær vikur eftir í skólanum og síðan próf 9.júní. Við skötuhjúin fórum í grillveislu á föstudaginn þar sem við íslensku bekkjarfélagarnir í skólanum mínum hittumst og snæddum grillmat. Annars er helgin að mestu leiti búin að fara í skólalestur og hefur gengið bara ágætlega.
Ég gleymdi að segja frá því að um daginn var kveikt í íbúðarhúsi hérna í rétt hjá okkur. Þetta var frekar stórt einbýlishús sem brann til grunna. Engin dó í þessum bruna en lögreglan grunar að Hell´s Angels hafi staðið að þessu. Ja hvað getur maður sagt annað en maður sé í gettóinu Aarrrr.

Hilsen,
Björn