Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 08, 2005

TV

Sælt veri fólkið!

Þessi helgi eftir Mílanó ferð fer nú bara í afslöppun. Maður er bara búinn að vera að taka það rólega. Við skötuhjúin fórum aðeins niðrí bæ í gær og fengum okkur smá í gogginn. Síðan var bara tékkað á tellinu, að vísu er nú oftast lítið að horfa á þar því við erum með eina stöð sem sést vel og síðan tvær í snókomu. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur sætt sig við og finnst það bara fínt. Þessi eina stöð sem við sjáum vel var með mynd frá "83 og átti að vera algjör lögfræðitryllir. Já ég get bara sagt að við skötuhjúin vorum ekki alveg nógu ánægð með endirinn.
Síðan í dag var stefnt á að kíkja á ströndina hérna í Århús og tékka á öllu þessu fyrir sumarið. En ég er hræddur um að það verði ekkert úr því einsog staðan er núna þá er 5 gráðu hiti og rigning. Maður er ekki alveg að komast í þennan strandfýling.

Farvel,
Björn í meðferð