Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 02, 2005

Milanóferðin

Komið þið sæl öll sömul!

Jæja þá er viku ferð til Mílanó búin og kallinn bara með smá brúnku í framan. Ferðin byrjaði á rigningu og allir blautir. Var ákveðið að kíkja á helstu túrista staði Mílanó borgar. Fyrst var stefnan tekin á að sjá Síðustu kvöldmáltíðinna, það gekk að vísu ekki nógu vel því það er upptekið marga mánuði fram í tímann. Allaveganna fyrir 25 manna hóp. Þá var farið og skoðað dómkirkjuna sem er sú flottasta sem ég hef séð. Eftir það var farið í Scala óperuhúsið og nú skil ég afhverju menn segja að þetta sé flottasta óperuhús í heiminum. Síðan á þriðjudeginum fórum við og hittum sendiherra Danmerkur á Norður Ítalíu sem að uppfærði okkur um hvernig maður á að eiga viðskipti við Ítali. Eftir það fórum við að vinna í verkefninu og var mikið labbað. Síðan um kvöldið var farið á aðal atburð ferðarinnar. Fórum á leik á SanSiero leikvanginn á leik með AC Milan - PSV. Ég verð að segja að þetta var upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Rúmlega 80 þús manns saman komnir á einn stað. Ég hef farið á leik í Englandi en þetta var alvöru leikur. Daginn eftir var verið að vinna í verkefninu og síðan borðað annað hvort ekta ítalskt pasta eða ljúffeng pizza. Maður fær nú aldrei nóg af því. Síðan var ansi skemmtilegt að ég hitti dreng að nafni Birgir sem ég var að vinna með Nýherja á sínum tíma. Hann og kærasta hans fóru með okkur á frábæran ítalskan stað sem var algör snilld. Birgir er nefnilega að læra innanhús arkitektúr í Milanó.
Ekki má gleyma að veðrið var algjör snilld það sem eftir var ferðarinnar eða um 25-30 gráður.

Með kveðju,
Björn