Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

maí 22, 2005

Eurovision

Komiði sæl,

jæja þá er stórri helgi á íslendskan mælikvarða lokið. Við héldum að sjálfsögðu smá partý á fimmtudaginn og ég hafði undirbúið smá Europunkt(spurningakeppni). Það voru auðvitað mikil vonbrigði að þetta skildi fara svona og nýustu fréttir segja að Selma hafi lent í 16. sæti á keppninni. MIKIL VONBRIGÐI:( Allaveganna var ákveðið í gær að hittast og horfa á keppnina, við fórum til Gunna og Ragnheiðar og þar var að sjálfsögðu verið að spá í spilin. Við Ragga höfðum eitt rétt en það var að Grikkland myndi vinna. Hápunktur kvöldsins var nú samt að ég vann 24 stk af bjór vegna þess að ég sagði við eina bekkjarsystur mína að Danmörk myndi ekki lenda í topp fimm. En það endaði með því að Danir lentu í 10. sæti.
Annars er ég bara að fara læra læra læra.

Hilsen,
Björn