Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

október 27, 2006

Tilda hrísgrjón

Sæl verið þið,

Þegar ég var að elda í kvöld sem er svosum ekki frásögu færandi, átti ég að sjóða hrísgrjón með hinum indverska a´la Björns rétt. Eins og ég geri oft þá lít ég á leiðbeiningarnar hvernig maður á nú að sjóða hrísgrjón og til mikillar furðu voru leiðbeiningarnar á ÍSLENSKU. Það er ekki oft sem maður kaupir eitthvað í Englandi þar sem leiðbeiningarnar séu á móðurtungumálinu. Ég gladdist mjög mikið við þetta og þó ég segi sjálfur frá voru hrísgrjóninn þau best soðnu grjón sem ég hef gert hingað til og þakka ég það frábærum leiðbeiningum.

Með Kveðju,
Björn grjón

október 21, 2006

Skólamál

Sæl verið þið,

Jæja þá er maður nú loksins kominn með internet heim til sín. Svo maður getur loksins farið að tala út. Allaveganna þá er slatti búið að gerast síðan ég skrifaði síðast.
Um seinustu helgi fórum við til London og hittum Kidda og Unni Eir sem búa þar. Það var mjög gaman þar sem við fórum með þeim á markað og út að borða á mjög fínan stað.

Annars langar mig að segja ykkur frá skólanum og hvað þeir bjóða uppá. Þar sem ég er lesblindur þá var mér sagt að væri sérstök deild þar sem starfar fólk sem aðstoðar nemendur með lesblindu. Vegna fyrri reynslu um hvað skólar segja um lesblindu þá bjóst ég nú ekki við miklu nema kannski meiri tíma í prófi sem er það eina sem ég hef fengið hingað til. Eftir tvo fundi þá er ég ekki í vafa um að Bretar eru 15-20 árum á undan en Íslendingar í að tækla þessi mál. Allaveganna það sem ég fæ er extra nótur frá kennurum, aðgang að tölvu sem les upp allan texta, yfirlestur á ritgerðum, aðstoð á bókasafni, aðgang að fleiri forritum sem hjálpa lesblindum,o.fl. o.fl. o.fl.
Ég verð að segja það að þetta kom mér verulega á óvart og finnst mér að íslenska menntakerfið mætti nú aðeins fara hugsa sinn gang. Það er alveg á hreinu að í fyrsta skipti mér líður vel með að fara takast á við komandi vetur.

Með kveðju,
Björn Hildir

október 05, 2006

Skólinn byrjaður

Sælt veri fólkið,

Þá er þetta nú allt byrjað og maður búinn að koma sér þokkalega fyrir. Þetta er vika tvö í skólanum og lítur bara þokkalega út. Er búinn að skrá mig í fótboltafélagið í skólanum og fyrsta æfing verður næstkomandi sunnudag. Í gær var síðan farið og keypt sér eitt stykki hjól. Það er svolítið öðruvísi upplifun að kaupa sér hjól hér eða á Íslandi. Hérna kaupa allir notað hjól meðan á skólaári stendur og skilja það síðan eftir. Ég fékk einn glæsilegan gráleytan fák með 15 gírum og brettum á um 5.000.- ísl krónur. Ekki slæmt :) þannig að það tekur nú um rétt 10 mín að hjóla í skólann.

Síðan í seinustu viku lenti ég á ansi skemmtilegu diskóteki. Það var nefnilega rokk kvöld í skólanum og þar var enginn annar en Andy Rourke fyrrverandi bassaleikari í einni af mínum uppáhalds hljómsveitum: The Smiths. Ég reyndi að heilsa kauða með rokkkveðju en hann sá mig ekki :(

Einnig frétti ég það að meðlimir Pink Floyd voru allir nemendur í sama skóla og ég er í, og það var víst þessi skóli sem þeir kynntust í. Ég vona bara að ég fái sama innblástur og þeir gerðu í denn.

Góðar stundir,
Björn Floyd