Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

desember 21, 2005

Kominn heim

Sælt veri fólkið,

Þá er maður bara kominn heim í búðardalinn sinn. Það er alveg ljómandi gott að geta nú loksins skoðað moggan í rólegheitum á morgnana með gott kaffi við hlið sér. Einnig er ég búinn að stessa mig upp og fara einu sinni til Reykjavíkur. Það var stressað og fínt. Annars komu gleiðifréttir í gær því ég fékk einkunn úr erfiðasta prófinu sem er 8. Svo það varð mikill léttir og maður getur loksins farið að njóta jóla og öllu sem því fylgir. Við skötuhjúin ætlum að fara austur væntanlega á morgun ef veður og vindar leyfa.

Annars ætla ég að óska öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonandi næ ég að sjá ykkur öll.

Farvel,
Björn Dani

desember 14, 2005

Veikur

Sælt veri fólkið,

Jæja nú ligg ég hérna heima veikur og er að fara í mitt seinasta próf á morgun. Það er alveg ótrúlegt hvað ég get verið óheppinn með veikindi. Allavegnna ælta ég að kíla á þetta á morgun. Síðan ofan á þetta allt saman fór Regína í dag til Köben og er á leiðinni heim til Íslands á morgun. Svo maður verður bara að bíta í vörina og harka þetta af sér. Síðan á sunnudaginn er síðan áætluð heimferð til Íslands. Get nú ekki neitað því það er pínu spenningur.

Hilsen
Björn

desember 08, 2005

Tónleikar

Sælt veri fólkið,

Ég fór á ansi skemmtilega tónleika seinasta þriðjudagskvöld. Ekki var tónleikahúsið síðra en það var dómskrikjan hér í Århus. Tónleikarnir voru nefnilega Juleoratoriet Johanns Sebastian Bach. Á tónleikunum voru tveir kórar, einn karlakór og einn drengjakór. Síðan var lítil sinfóníuhljómsveit sem sándaði eins og hundrað manna hljómsveit í þessu stóra húsi. Ja ég verð nú bara að segja það að þetta var alveg frábær upplifun. Ég var ótrúlega ánægður með þetta og mæli með þessu fyrir alla.

Hilsen,
Björn Bach

desember 03, 2005

Próf og styrkur:)

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er stóra prófið búið, en það var núna seinasta fimmtudag. Mér gekk svona ágætlega en var samt ekki alveg ánægður með mig. Að vísu byrjaði vikan mjög vel því þegar ég kom heim seinasta mánudag var bréf á borðinu til mín. Í því stoð að ég ætti að mæta í boð daginn eftir. Þá kom það í ljós að ég hefði veri valinn til þess að fá styrk að fara erlendis í lokaverkefninu mínu eftir áramót. Málið er nefnilega að fyrirtækið sem ég er að fara gera ritgerð fyrir er í köben, svo við skötuhjúinn erum að fara flytja í janúar. Ég var ekki alveg viss hvort ég væri að fá styrk til þess að flytja til köben eða hvað væri málið. En svo kom þetta allt í ljós og ég fékk sem segt styrk til þess að fara til Belgíu fyrir fyrirtækið í einhverja daga á næsta ári. Maður getur ekki annað sagt að þetta hafi glatt mann í miðjum próflestri, svo Belgía here I COME.;)