Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 27, 2005


Fórum á tónleika með Mugson í gær. Það var bara rosalega gaman og fullt af fólki. Posted by Picasa

nóvember 20, 2005

Ógleymanleg reynsla.

Sælt veri fólkið!

Nú eigum við skötuhúin afmæli því við erum búinn að vera saman í sjö ár. En á föstudaginn þegar ég kom heim var Regína með gjöf handa mér. Gjöfin var gjafabréf á hárgreiðslustofu. Mér fannst nú fyrst að þetta væru einhver dulinn skilaboð að ég væri ekki nógu snyrtilegur. En allaveganna fór ég á staðinn í gær og var spenntur að sjá hvernig þetta yrði. Þegar ég gekk inn á stofunna þá fannst mér ég vera kominn 50 ár aftur í tímann. Þar voru allir hlutir að minnsta kosti fimmtíu ára gamlir og rakararnir í hvítum sloppum. Mér var boðið í setustofuna og þar fékk ég ískaldan bjór. Síðan þegar ég fór að kíkja á blöðinn þá voru bara bíla- og klámblöð í boði. Þá fyrst fór ég að fatta að þetta var nú enginn venjuleg stofa. Eftir það var mér boðið til sætis þar sem ég var spurður einfaldar spurningar. "Á ekki bara klippa stutt?". Ég svaraði því nú bara játandi og fékk annan bjór í staðinn. Þá byrjaði hann bara að klippa. Oftast þegar ég fer nú á hárgreiðslustofur þá er þvegið á manni hárið en nei ekki þarna. Þar var bara byrjað að klippa og síðan eftir það var manni þvegið um hárið. Eftir það fékk ég rakstur með alvöru hníf. Ég verð nú að viðurkenna að ég var örlítið hræddur að láta hann raka mig en kýldi á það. Eftir einn lítinn skurð var ég orðinn nýklipptur og rakaður og hálf fullur.
JA EF ÞETTA ER EKKI BESTA HÁRGREIÐSLUSTOFA SEM ÉG HEF FARIÐ Á ÞÁ VEIT ÉG EKKI HVAÐ!!

p.s. nýjar myndir hér

nóvember 17, 2005

Læknaþjónusta Danmerkur

Komiði sæl.

Jæja þá ætla ég að segja ykkur frá læknaþjónustu dana. Málið er að ég meiddi mig í fótbolta síðastliðinn apríl. Þá fór ég til læknis og hann sagði mér að ég mætti ekki hlaupa í sex vikur síðan ef þetta væri ekki búið að lagast eftir þrjá mánuði ætti ég að kíkja aftur. Það var síðan þegar ég kom hérna út aftur í ágúst að ég ákvað á fara á fótbolta æfingu. Komst mjög flótlega að því að það væri ekki allt í lagi með hnéið. Svo aftur var farið til læknis, þá sagði hann að ég þyrfti að fara í skoðun á sjúkrahúsinu í Århús. Fljótlega eftir það fékk ég bréf að ég gæti komið í skoðun í jan 2006 til að ath hvort ég ætti að fara í aðgerð. Ég var nú ekki alveg nógu ánægður að bíða svo lengi svo ég óskaði eftir því fá að fara eitthvert annað sjúkrahús. Jú því var reddað svo við skötuhjúinn fórum í dag til Silkiborgar í þessa skemmtilegu skoðun. Það var tekið vel á móti okkur og spennan í hámarki því maður er orðinn pínu þreyttur á að geta ekki hlaupið einsog maður. Ég bjóst við að ég fengi niðurstöðu í þessu máli en NEI NEI, læknirinn strauk á mér lærið í fimm mín og sagði síðan"ja vi skal tage en billede af dit knæ". Ég hélt að það gæti gerst strax en NEI NEI ég þarf að fara í myndatöku í Århus í næstu viku, síðan fer ég aftur til Silkiborgar sem er klukkutíma frá Århús til þess að fá niðurstöðurnar. Eftir það kemur þá vonandi í ljós hvort ég þarf að fara í aðgerð eða ekki. Ja svo enn þarf ég að lifa við að fá ekki að hlaupa.

Hilsen,
Björn ja svona nokkuð ligeglad

nóvember 06, 2005

Þýskaland og jólabjórinn

Komiði sæl,

Jæja þá er enn ein vikan líðinn og kallinn búinn að vera þykjast læra þessa vikunna. Vikan byrjaði á því að ég skrapp til Köben og fór á fund hjá fyrirtæki sem ég er hugsanlega að fara skrifa ritgerð fyrir. Fundurinn gekk mjög vel og það gæti svo farið að við skötuhjúinn værum að flytja til Köben. En þetta á nú allt eftir að koma í ljós. En síðan á föstudaginn var einn af hátíðisdögum dana en þá var fagnað að jólabjórinn væri kominn. Það er nefnilega kl 20:59 sem söluaðilar Tuborg geta byrjað að selja jólabjórinn. Ég að vísu náði ekki að taka þátt í þessu því ég og Þórður bekkjarbróðir skruppum til Þýskalands að kaupa jólainnkaupinn. Að vísu lentum við í skemmtilegu á leiðinni þegar við stoppuðum í sjoppu á hraðbrautinni þá voru þeir byrjaðir að selja jólaTuborgin en það má ekki. Svo við keyptum eina kippu og fórum fyrir utan staðinn og tókum mynd af bjórnum og staðnum. Síðan var stefnan að senda póst til Tuborg og láta vita af þessu, því við vorum búnir að heyra að það mætti ekki selja jólabjórinn fyrr en kl 20:59, og þeir sem gera það á undan missa leyfið að selja bjórinn. Við ákváðum svo að sleppa að senda bréfið og drukkum bara kippuna.:):):)

Hilsen,
Björn H.