Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

september 30, 2005


Vid Regina forum a tonleika med Eivor sidastlidinn midvikudag her i Aarhus Posted by Picasa

Íslandsferð

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er íslandsferð liðinn sem gekk bara mjög vel. Var að vísu ansi strembinn á köflum en að öðruleiti mjög skemmtileg. Afmælið hjá tengdó var alveg ljómandi gott og þar var mikil gleði. Daginn eftir var einn sá lengsti sem ég hef upplifað að ég held. Hann byrjaði svona um tíuleitið með ljómandi góðum morgunmat hjá Tengdó. Síðan var slappað af framm til hálf fjögur en þá lögðum við skötuhjúinn á stað að róta síðan kvöldið áður. Eftir það var farið og fengið sér að éta og síðan um kvöldið brunuðum við strákarnir til Keflavíkur að spila. Það var bara helvíti gaman og mikið stuð og við spiluðum til kl 03:30 eftir það var farið að róta og síðan að BORÐA. Síðan kl 4:50 var ég mættur upp á völl og þar var gjörsamlega ENGINN á ferð. Þar settist ég niður og dottaði aðeins, en síðan heyrði ég einhvern að labba í stöðinni en var ekki bara kúreki þar að mæta í flug. Síðan sátum við ég og kúrekinn þarna í nokkrar mínútur saman þangað til það var byrjað að tékka inn kl 5:30. Eftir það tók við 9 tíma ferðalag til Århúsa.
Ég verð að viðurkenna að þetta tók pínu á enn ég fékk að sofa út daginn eftir:):)

Hilsen,
Björn Orkubolti

september 20, 2005

Íslandsferð

Sælt veri fólkið,

Jæja þá líður að Íslandsferð en það verður lagt í hann núna á fimmtudaginn. Þetta verður frekar stutt ferð þar sem einungis á að mæta í fimmtugsveislu tengdapabba og síðan ætlar hin undurfagra og skemmtilega hljómsveit HildirHans að spila á laugardagskvöldið í Keflavík.HildirHans Síðan um sunnudagsmorgun verður svo lagt á stað tilbaka.

Með von um að hitta sem flesta!

Hilsen,
Björn

september 12, 2005

Fréttir frá síðastliðnu vori.

Sælt veri fólkið,

Ég ætlaði alltaf að segja frá einum kennarnum mínum fyrir sumarfrí. Hún kenndi mér einn stuttan áfanga sem var eftir áramót. Nema hvað þá er þessi kennari að gera Docktors ritgerð í London um sem mér skillst einhverns konar "aðferðir í kennslufræðum". En það er allt gott og fínt nema hvað að síðan eftir áfangan vildi hún fá að tala við nokkra nemendur sem voru í áfanganum prívat, eitthvað sem hún ætlaði að nota í ritgerðinna sína. Auðvitað var ég nú valin og fór í svona viðtal. Hún byrjaði á að spyrja mig hvaða aðferðir ég notaði til þess að læra. Jú ég sagði að ég reyndi að lesa allt fyrir tímana en ég næði því ekki alltaf vegna þess að ég væri með Dyslexia(lesblinda). Þá kom STÓR svipur á hana og hún spurði "HVAÐ ER ÞAÐ". Ég átti ekki til orð að þessi kennari vissi ekki hvað lesblinda væri, svo ég reyndi að skýra út fyrir henni hvernig þetta virkaði og að endingu hjálpaði henni að stafa Dyslexia.
Já gott fólk það er alveg ótrúlegt að það eru ennþá til kennarar sem að vita ekki hvað Lesblinda er.

Hilsen
Björn lesblindur.

september 06, 2005

Ekkert blogg

Sælt veri fólkið,

Mig langaði bara að segja ykkur það er ekkert í fréttum nema 20-25 stiga hiti og mikið um frí í skólanum. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað maður er að gera. :):):):)

Jú að vísu get ég sagt ykkur frá því að ég þarf væntanlega að fara í uppskurð á hnéi núna fljótlega. Eins og glöggir aðdáendur blogg síðu Hildirs muna þá slasaði hann sig í apríl síðastliðnum. Kallinn hefur ekkert verið að jafna sig á þessu svo hann skééélllti sér aftur til læknis og fékk þann dóm að hann þyrfti að fara í skurðaðgerð:(:(:(:( Svo því miður fáið þið ekki fleiri hlaupa myndir í bráð.

Hilsen,
Björn

september 04, 2005


lokakvoldi med Festuge med Gunna og Ragnheidi Posted by Picasa