Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

febrúar 26, 2005


Tim Cristiensen á tónleikum  Posted by Hello

Tónleikar

Sælt verið fólkið,

Í gær gerðist mjög skemmtiegur atburður. Við vorum á barnum í skólanum þá fréttum við að því að það væri frítt á tónleika með Tim Christensen í Århus um kvöldið. Þá kemur það í ljós að einn stærsti bankinn í danmörku Jyskebank væri að bjóða öllum ókeypis á þessa tónleika ef þeir fylla út eitt ákveðið blað. Það voru um 4000. manns skráðu sig og mættu á tónleikana. En með þessu náðu þeir að safna 4000 góðum upplýsingum sem gætu verið framtíðar viðskiptavinir, ja maður veit ekki. JyskeBank Þessi Tim Christensen ætti kannski flestir íslendingar að þekkja því hann samdi upphafslagið við þættinna Nicolai og Julia sem sýndir voru á rúv fyrir nokkrum mánuðum. Annars eru nánari upplýsingar um Tim Christensen hér.
Allaveganna skemmti ég mér konunglega og lifði mig inní þessa dönsku stemmningu.

Hilsen,
Björn

febrúar 20, 2005

Dagkrem og hreinsikrem fyrir karlmenn

Hej hej

Við hérna í skólanum gerðum smá markaðskönnun á því hvort karlmenn í Århus á aldrinum 20-60 notuðu dagkrem eða hreinsikrem reglulega. Það kom kannski ekki á óvart að aldurshópurinn 20-29 ára nota langmest svona vörur. Karlmenn yfir 35 ára nota frekar lítið af svona vörum, og þegar við spurðum afhverju þeir notuðu ekki svona þá var svarið aðallega "Við erum karlmenn!". Já við klikkum sko ekkert á smáatriðunum. Það sem kom líka kannski á óvart var að karlmenn sem nota svona vörur nota aðallega dagkrem. Í heildina litið var það um 5% af þeim sem við spurðum sem notuðu hreinsikrem. Að vísu lenntum við í smá vandræðum hérna í Århus því þú þarft alltaf að fá leyfi ef þú stendur spyrð fólk spurninga en við ákváðum að fara í eina kringlu sem er í miðbænum við hliðinna á lestarstöðinni. Þá kom í ljós að við máttum bara standa á gangi sem var á milli lestarstöðvar og þessarar kringlu. Þar var bara fólk sem var á hlaupum eftir lest eða inní kringluna. En við náðum að spyrja 50 manns. Það er áætlað að sala á dagkremum og hreinsikremum í Danmörku verði DKK 15,4 milljón árið 2008.
Jæja ég vona þið hafið haft gaman af smá fræðslu um notkun karlmanna í Danmörku á þessum vörum.

Hilsen,
Björn

febrúar 12, 2005


Regína kappklædd Posted by Hello


Snjókallinn að sjálfssögðu með bjór í hendi. Posted by Hello

Vetur kominn

Hej

Jæja þá er veturinn kominn með látum. Allt í einu í morgun byrjaði að snjóa og snjóa og snjóa. Maður átti nú ekki alveg von á þessu. En þetta var skemmtilegt fá smá snjó. Við skötuhjúinn urðum að fara út í búð að versla og fyrst var reynt að hjóla en það var nú ekki alveg að ganga. Þá var ákveðið að labba þetta bara og þegar komið var heim aftur var ákveðið að búa til snjókall. Hér fyrir ofan sjáið þið afrakstur dagsins.

Hilsen.
Björn

febrúar 10, 2005

Market Research

Sælt verið fólkið,

Í dag gæti orðið ansi skemmtilegur dagur. Við nefnilega í hópnum mínum ætlum að gera rannsókn á því hvort karlmenn noti hreinsikrem og dagkrem. Já þetta verður forvitnilegt að sjá hvort karlmenn eru að nota slíkar vörur. Það á að fara niðrí eina kringlu hérna og spyrja 50 karlmenn um þetta. Ja hvað getur maður sagt, ég vona að þetta verði spennandi og karlmenn hér í Århus verði spenntir að svara. Ég reyni að muna að láta ykkur vita hvernig þetta fer.

Farvel
Björn karlmaður

febrúar 06, 2005

Heimsókn liðinn.

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er heimsóknin til okkar liðin. Ég vill þakka þeim stelpunum fyrir skemmtilegar stundir. Annars er bara önnur vika að fara að byrja. Það er stór dagur hér í fjölskyldunni á morgun. En þá verður daman mín 25 ára sem þýðir að hún er orðin hálfnuð upp í fimmtugt. já ótrúlegt en satt þá líður þetta. Það er búið að ákveða að fara út á borða. Það verður fínt að fá alvöru mat í staðinn fyrir allt þetta pasta og salöt sem eru á heimilinu þessa dagana.

Hilsen.
Björn

febrúar 01, 2005

Heimsókn

Hej Hej,

Á morgun er von á fjórum fögrum yngismeyjum frá Klakanum í heimsókn til okkar. Þarna er víst á ferðinni saumaklubbur Regínu. Þær ætla að gista hjá okkur í tvær nætur. Fyrst þegar ég hugsaði um þetta sá ég fyrir mér frekar stórt fuglabjarg, en síðan þegar ég fór að hugsa meira út í þetta held ég að þetta geti bara verið ljómandi gaman.

Því bið ég þær velkomnar Ingu,Unni Eir,Unni Ylfu og Petrínu með von um að þær eigi eftir að skemmta sér vel hérna í Danmörku.

Hilsen,
Björn