Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 26, 2005

Magnaður atburður

Sælt verið fólkið,

Magnaður atburður gerðist hérna áðan í eldhúsinu. Allt í einu heyri ég að það er verið að opna einhverja dós, heyrðu lít ég við sé þá að Regína er að fá sér bjór. Já það er satt gott fólk, í fyrsta skipti opnar hún bjór á undan mér. Ég veit ekki hvort ég á að vera glaður er sorgmæddur ja allaveganna gat ég ekki verið minni maður og fékk mér einn líka.

Gó Regína.

Yours truthfully,
Björn Hildir

janúar 22, 2005

Hlaup

hej

Jæja þá kemur sönnunargagnið(mynd fyrir neðan) fyrir hann Ýmir félaga minn sem hreinlega trúði því ekki að ég væri að fara út að hlaupa. Svo í dag fór ég út að hlaupa og ákvað að taka myndavélina með sem sýndi það augljóslega að ég stend mig í stykkinu. Þess má geta að það var einstaklega fallegt veður í dag, um 12°. Í kvöld verður farið í bíó. Er ekki alveg viss hvað á að sjá en það kemur í ljós síðar í dag.

Hilsen,
Björn


Hér kemur sönnunargagnið ÝMIR Posted by Hello

janúar 20, 2005

Veður

Hej

Mig langaði bara að segja ykkur að í morgun þegar ég fór í skólann, þá var smá föl af snjó,rok og slidda. Já þetta var eiginlega leiðinlegasta veður sem hef lent hérna í. Kannski var óveðrið þarna um daginn það versta en þá var ég ekkert úti að flækjast. Jæja nóg um veðrið. Á morgun erum við að fara halda kynningu um verkefnið sem við skiluðum fyrir jól.

hilsen
Björn

janúar 16, 2005

Ópera og hlaup

Í gær gerðist merkilegur viðburður, allavega fyrir Dani. Nýtt óperuhús var vígt í Kaupmannahöfn. Það er nú kannski ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að óperuhúsið var gjöf frá manni að nafni A.P. Möller. Það tók þrjú ár að byggja húsið og það kostaði hvorki meira né minna en 2,4 milljarða dkk eða um 25 milljarða ísk.
Dagurinn í dag var tekinn með trukki. Við skötuhjúin fórum út að hlaupa. Já, ég fór ÚT AÐ HLAUPA. Við hlupum í meira að segja í heilar 40 mínútur.
Hilsen
Björn Hlaupari

janúar 11, 2005

Skóli og hlaup

Hej Hej,

Jæja þá er maður byrjaður í skólanum og allt farið í gang. Ja ég verð nú bara segja það var fínt að hitta allt liðið aftur. Það er að vísu pínu erfitt að gíra sig upp eftir svona frí enn þetta kemur nú flótt. Síðan er ég með eina mjög STÓRA frétt, Ég fór út að hlaupa í dag. Já þetta er sko engin lygi. Ég ákvað þetta og dró Regínu með mér í þetta. Það var bara helvíti fínt, maður tók hálf tíma rúnt og var helvíti slappur á eftir. En ég komst að því að það er nú bara mjög flott hverfi hér í kringum okkur, Skógur og allt. Svo maður er nú bara endurnærður. já já enginn lygi með það.

hilsen,
Björn

janúar 08, 2005

Kominn aftur til Danmerkur

Hej Hej,

Jæja þá er maður aftur kominn í danaveldið og farinn að undirbúa sig fyrir átök vetursins. ja það er nú alveg ágætt að vera kominn og losna undan snjónum á klakanum. Þegar við komum á fimmtudaginn þá var 5.stiga hiti og sól. Að vísu er núna svolítið kvasst núna og það er búið að flæða uppúr og nokkur tré fallið á hús og bíla á nokkrum stöðum hérna á jótlandi. Þeir eru að spá 30 - 35 metra á sek. í kvöld. Svo ég held maður haldi sig bara inni nú í kvöld. Íslandsferðinn var mjög skemmtileg þó maður hafi ekki getað hitt alla sem maður vildi hitta. Ég reyni að bæta það í sumar.

Með kveðju,
Björn 30. metrar á sek.