Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 11, 2005

Skóli og hlaup

Hej Hej,

Jæja þá er maður byrjaður í skólanum og allt farið í gang. Ja ég verð nú bara segja það var fínt að hitta allt liðið aftur. Það er að vísu pínu erfitt að gíra sig upp eftir svona frí enn þetta kemur nú flótt. Síðan er ég með eina mjög STÓRA frétt, Ég fór út að hlaupa í dag. Já þetta er sko engin lygi. Ég ákvað þetta og dró Regínu með mér í þetta. Það var bara helvíti fínt, maður tók hálf tíma rúnt og var helvíti slappur á eftir. En ég komst að því að það er nú bara mjög flott hverfi hér í kringum okkur, Skógur og allt. Svo maður er nú bara endurnærður. já já enginn lygi með það.

hilsen,
Björn