Kominn aftur til Danmerkur
Hej Hej,
Jæja þá er maður aftur kominn í danaveldið og farinn að undirbúa sig fyrir átök vetursins. ja það er nú alveg ágætt að vera kominn og losna undan snjónum á klakanum. Þegar við komum á fimmtudaginn þá var 5.stiga hiti og sól. Að vísu er núna svolítið kvasst núna og það er búið að flæða uppúr og nokkur tré fallið á hús og bíla á nokkrum stöðum hérna á jótlandi. Þeir eru að spá 30 - 35 metra á sek. í kvöld. Svo ég held maður haldi sig bara inni nú í kvöld. Íslandsferðinn var mjög skemmtileg þó maður hafi ekki getað hitt alla sem maður vildi hitta. Ég reyni að bæta það í sumar.
Með kveðju,
Björn 30. metrar á sek.