Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

janúar 16, 2005

Ópera og hlaup

Í gær gerðist merkilegur viðburður, allavega fyrir Dani. Nýtt óperuhús var vígt í Kaupmannahöfn. Það er nú kannski ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að óperuhúsið var gjöf frá manni að nafni A.P. Möller. Það tók þrjú ár að byggja húsið og það kostaði hvorki meira né minna en 2,4 milljarða dkk eða um 25 milljarða ísk.
Dagurinn í dag var tekinn með trukki. Við skötuhjúin fórum út að hlaupa. Já, ég fór ÚT AÐ HLAUPA. Við hlupum í meira að segja í heilar 40 mínútur.
Hilsen
Björn Hlaupari