Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

nóvember 30, 2004

Culture

Sæl verið þið,

Nú sit ég hér á einhverjum fyrirlestri með einhverri konu sem heitir Hanna. Hún hefur unnið við það að kaupa og selja í mismunandi löndum. Ég er orðinn svolítið þreyttur á að hlusta á þetta svo ég ákvað að leyfa ykkur að heyra um það. Hún vinnur við að kaupa stál í austurlöndum. Hún er núna að tala um Þýskaland. Ekki bóka fundi á föstudögum eftir hádegi því þá eru allar skrifstofur lokaðar. Jæja ég nenni ekki að segja ykkur frá fleiru í bili.

Heilsen.
Björnen

nóvember 25, 2004

Nýjar myndir

Myndir-Okt/Nóv

nóvember 24, 2004

Bjórferðin

Hej Hej,

Mig langar að segja ykkur frá smá sem gerðist í gær þegar við Regína fórum í búðina. Þetta var allt mjög eðlilega fram nema hvað ég ákvað að fara með gamla bjórkassann og fá nýjan í staðinn. Ekkert mál, bjórkassinn með 30 tómum flöskum var settur á bögglaberann og hann festur niður. Síðan var farið og keyptur nýr kassi með 30 stk af bjór og hann festur á hjólið. Nema hvað ég var kominn sirka 1/2 metra frá búðinni DETTUR KASSINN AF HJÓLINU:(:(:(:(:(:(((((( Ekki nóg með það HANN DETTUR AFTUR :(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(. 15 flöskur farnar á jörðina BROTNAR og síðan voru 15 flöskur í lagi. Tjónið er metið á kr. 350.- ísl. Þannig það var mikill sorgardagur í gær. Ég ælta reyna gleyma þessu sem fyrst en síðan ef maður hugsar hvað þetta hefði kostað heima ÚFFFFFFFF.

Björn í sorg.

nóvember 21, 2004

Vetur

Komiði sæl.

Jæja þá er veturinn kominn hér í Danmörku. Seinustu þrjá daga hefur hitastigið farið undir 0 gráður. Svo þetta er allt byrjað. Ég auðvitað klæddi mig einsog ísl. karlmaður með húfu, trefil og prjónaða vettlinga, og lagði af stað í skólann. Ja það kom mér á óvart hvað margir voru illa klæddir og voru alveg að drepast úr kulda. Þeir virðast ekki kunna þetta að klæða sig almennilega. Annars er allt brjálað að gera hérna, er að fara í skyndipróf á morgun sem er ekkert athyglisvert nema fyrir þær sakir að það mun taka 6 tíma. Já takk fyrir. En held nú samt maður hafi þetta alveg. Maður má taka með sér öll gögn svo þetta ætti að hafast.
Síðan er mjög skemmtilegt hvað þeir gera mikið úr öllu sem tengist bjór. Þeir halda uppá þegar jólabjórinn kemur á markað. Það var þannig að fyrsti miðvikudagur í nóv, þá var jólabjórinn vígður. Það þýddi að allir fóru og fengu sér bjór og mikil hátíð allsstaðar. Síðan skilst mér að það hafi gerst fyrir þremur árum síðan að í einhverjum skóla sem hefur 1000 nemendur að enginn hafi mætt á fimmtudeginum og það hafi gerst á mjög mörgum öðrum stöðum líka. Þá sendu víst skólastjórar bréf til Carlsberg og Carlsberg breytti deginum yfir í föstudag. Ótrúlegt en svona eru Danir.

Með kveðju,
Björn

nóvember 11, 2004

Íslandsferð

Komiði sæl gott fólk.

Jæja þá er kallinn búinn að fara á klakann og glamra aðeins með strákunum. Þetta leit nú ekkert mjög vel út í fyrstu því þegar átti að lenda í Keflavík var þar brjálað veður en við lentum nú samt en vélarnar sem voru á eftir okkur fóru til Akureyrar og Egilstaða. Svo ég rétt slapp við það, síðan var brunað beint og spilað fyrir 350.manns í glænýjum sal í Grafarholti. Það var alveg stormandi lukka með þetta hjá okkur en svo ákváðum við félagarnir að enda kvöldið á BSÍ með eina pylsu í hönd. Úff hvað var gott að fá ísl. pylsu. Það er skrýtið hvað maður saknar þegar maður flytur erlendis. Síðan var laugardagurinn mjög afslappaður, byrjaði með sundi í laugardalslauginni og síðan fór ég í heimsókn til "frænda" míns Jónasar sem var að eignast lítinn fallegan dreng. Eftir það lá leiðinn til Keflavíkur þar sem við áttum að spila á Kaffi Duus. Það var frekar rólegt en allir skemmtu sér vel. Allaveganna skemmtum við okkur vel og það var mikið hlegið. Sunnudagurinn var ferðadagurinn mikli að vísu var þetta ótrúlega flótt að líða. Ja ég get ekki sagt annað enn þessi ferð hafi verið mjög vel heppnuð og ég vill þakka félögum mínum Júlla og Kára skemmtilegar stundir.

Venlig Hilsen
Björn á ferð og flugi