Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júlí 24, 2006

Kominn til Islands

Sælt veri fólkid,

Jæja þá er maður kominn heim til Islands og alla leiðinna á Seyðisfjörð. Þegar komið var á Seyðisfjörð þá var Lunga hátíðin í fullum gangi og mikið stuð í fólki. Síðan klukkan 17:00 byrjuðu risa tónleikar með hljómsveitum einsog Fræ,Biggi í Maus, Gostdigital, Foreign Monkeys,og svo enduðu tónleikarnir með snilldar tónleikum hjá Ampop. Eftir það kom síðan stórhljómsveitinn Todmobile og hélt ball til kl 4:00 um nóttina. Ég heyrði að það hefðu verið seldir 1000 miðar á þetta allt saman sem verður að teljast mjög góður árangur. Það búa á Seyðisfirði um 740 að ég held.
Annars byrja ég að vinna í dag á hótel Öldunni sem þjónn.

Bið að heilsa,
Björn Hildir

júlí 11, 2006

Tónleikar

Sælt veri fólkið,

Nú fer mín Danmörku lífsreynsla að enda því núna í haust flytjum við til Englands. Ég ákvað við það tækifæri að rifja upp alla þá tónleika sem ég hef farið á þessum tveimur árum hér í Danaveldi. Þá hefst talningin, Saybia(DK), Eivör(FO), Mugison(IS), Teitur(FO), Jonny Deluxe(DK), Jolaorterium J.Bach í Dómkirkju Århusa með 40 manna drengjakór, Depenche mode(UK), David Gray(UK), Radiohead(UK), Carpark North(DK), Sugarbabes(UK), Artic Monkeys(UK), The Strokes(US), Franz Ferdinand(UK), Kaiser Chiefs(UK), hluta af Roger Waters(UK). Ég held ég sé ekki að gleyma neinu.

Hilsen,
Björn