Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júní 28, 2006

Sol og sumar

Komiði sæl

Jæja það er búið að vera brjálað að gera undan farið. Eg er að reyna klára verkefnið fyrir fyrirtækið áður en ég kem heim, því það er stemmt að koma heim um 20 juli. Síðan var ég að útskrifast um seinustu helgi. það var svolitið skrytið að sjá bekkjarsystkyninn í hugsanlega seinasta skiptið. þetta endaði auðvitað á góðu party sem stóð fram eftir nóttu. Annars er bara nóg að gera og maður er bara að reyna upplyfa sumarið hérna eins og maður getur.

Bið að heilsa
Bjørn

júní 10, 2006

Merkileg vika

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er maður búinn með skólann hérna í Danmörku. Ég fór nefnilega á þriðjudaginn í að verja ritgerðina sem ég er búinn að vera vinna við. Þetta gekk alveg ótrúlega vel og eftir 45 spjall við prófdómaranna fékk ég einkunn sem er 9 :). Ekki hægt að segja annað en ég sé ánægður með þetta. Síðan hófst vinna daginn eftir svo það er búið að vera nóg að gera. Síðan í dag er búið að vera rosalega gott veður eða um 27 gráður.

Bið að heilsa öllum í bili.

Björn.

júní 04, 2006

Ferðalag til Swiss eða næstum því

Sælt veri fólkið,

Síðastliðinn föstudag fór ég til Basel í Swiss til þess að skoða Endress+Hauser þar. Þessi ferð var mjög skemmtileg og gaman að skoða fyrirtækið. Ferðin byrjaði ekki vel því ég hafði bókað flugið á netinu og átti víst að fara og sækja miðan. Svo þegar ég kom á völlinn þá vildu hún ekki tékka mig inn en þetta reddaðist nú allt saman. Síðan þegar ég lenti á vellinum þá gat valið um þrjá mismunandi útganga sem voru Frakkland, Swiss og Þýskaland. Ég átti að fara út Frakklands megin og keyrði eina mínútu í Swiss og síðan var fyrirtækið í Rhein í Þýskalandi. Svo þetta var árangusrík ferð til þriggja landa.

Síðan voru aðrar gleðifréttir að fyrirtækið bauð mér vinnu nú í sumar við að leysa ákveðið verkefni fyrir þá. Þetta verður sjö vikna verkefni svo ég er mjög ánægður með þetta.

Hilsen,
Björn