Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 23, 2006

Dúfnarækt

Sælt veri fólkið,

Fyrir nokkrum vikum byrjuðu dúfur að koma á svalirnar hjá okkur. Maður var nú svosum ekkert að æsa sig yfir því, en síðan byrjuðu þær að mynda einhver óhljóð á morgnana sem mynnti helst á bilaða borvél. Ég byrjaði strax á því að reyna losna við þetta með því að binda plastpoka á handriðið. Það virtist virka ágætlega í smá tíma svo ég hélt að málið væri leyst. Síðan byrjuðu hljóðin aftur og þá lentu þær á gólfið á svölunum. Svo ég byrjaði aftur að reyna losna við þær með því að setja kassa á gólfið svo þær gætu ekki lent. Þetta leit síðan allt mjög vel út þangað til að við sáum að þær voru búnar að verpa á miðju svalargólfinu og tvö egg komin. Það var síðan ákveðið að leyfa þeim að eignast krílin þarna og fylgjast með þessu ferli. Þetta var ótrúlega skrýtið því þannig séð var ekkert hreiður komið bara tvö egg. Það er allavega búið að skýra hjónin og þau heita Bárður og Ingiríður og borvélahljóðin voru að því sem við höldum samfarahljóð. Ég mun væntanlega birta myndir af þessu í framhaldinu.

Hilsen,
Björn dúfnaræktandi

apríl 06, 2006

Aðgerð í Silkiborg

Sælt veri fólkið,

Þá er ég loksins búinn að fara í aðgerðina á hnénu. Síðastliðinn mánudagur fór í ferðalag til Silkiborgar sem ég verð nú að segja einn af fallegri stöðum Danmerkur. Við Regína kíldum á þetta og ég skellti mér í aðgerð sem tókst bara ljómandi vel. Síðan vorum við Regína búinn að ákveða að fara heim aftur með lestinni en það var nú ekki samþykkt af sjúkrahúsinu svo við urðum að fara til Århusa og gista hjá Höllu og Rögnu. Það var síðan ákveðið bara að vera þar í tvo daga og fór bara ágætlega um okkur, síðan í gær fórum við með lest hingað til Köben. Ég verð nú samt að segja að ég er nú ekki alveg búinn að ná hækju tækninni svo þetta er allt pínu fyndið. Allaveganna litla íbúðin verður minn samastaður næstu daga.

Farvel
Björn