Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 27, 2007

Leiðsögumaðurinn

Bak við er St. Johns College

Heimsókn

Sælt veri fólkið,

Það er alltaf jafn gaman að fá fólk í heimsókn og helgin var engin undantekning á því. Þá komu skötuhjúin frá Köben þau Gunnar og Ragnheiður. Á föstudeginum var farið til stórborgarinnar sem ber nafnið London, þrátt fyrir örlitla rigningu var þetta hin mesta skemmtun og borgin klikkaði ekki einsog við mátti búast. Síðan á laugardeginum var Cambridge tekin til skoðunar og tel ég að þeim hafi þótt forvitnilegt að vita hvað sögufrægur þessi staður er. Kvöldið var tekið með trompi á japönskum veitingarstað og góðu pöbbarölti. Sunnudagurinn var tileinkaður Cam ánni sem liggur í gegnum Cambridge og var siglt þar í gegn með frábærri leiðsögn þó ég segi sjálfur frá.

Annars vill ég þakka Gunnari og Ragnheiði fyrir frábæra helgi og góða skemmtun.

Með kveðju,
Björn

mars 12, 2007

Hiti

Sælt veri fólkið,

Já ég varð bara láta ykkur vita að ég var að líta á hitamælirin í eldhúsinu og hann sagði 26 gráður. Mælirin er að vísu á móti sól en ég er bara sáttur.

Með kveðju,
Björn Hildir

mars 05, 2007

Emirates Stadium

Fótboltaleikur

Sælt veri fólkið,

Um helgina kom Tengdapabbi með fullt af liði sem hafði ákveðið að fara á leik með Arsenal - Reading. Okkur skötuhjúunum var boðið og grunar mig að tengdapabbi ætli sér að reyna breyta mér í Arsenal mann. Því miður tókst honum það ekki en annars var þetta alveg frábær upplyfun á einum nýjasta fótboltavelli Englands. Einnig þótti mér skrýtið að sjá gamlan félaga Ívar úr menntaskólanum vera spila við þessa kalla. Hann stóð sig með stakri prýði og kæmi mér ekki á óvært að hann verði eftirsóttur hjá stóru liðunum eftir þetta tímabil. Allaveganna frábær skemmtun á góðum vordegi.

Með kveðju,
Björn Liverpool 3 sæti / Arsenal 4 sæti;)