Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

ágúst 15, 2006

Takk fyrir mig

Sælt veri fólkið,

Seinasti laugardagur verður seint gleymdur og bara geymdur. Í fyrsta lagi þá hitti Regínu eftir þriggja vikna tíma og síðan var farið á tónleika með einum að mínum uppáhalds tónlistarmanni Morrissey. Að sjálfsögðu klikkaði það ekki og var hin mesta skemmtun. Var samt ósáttur hvað voru fáir. En allaveganna eftir stórgóða tónleika var ákveðið að fara í heimsókn til Júlla vinar míns. Ég bjóst við bara rólegu kvöldi og spjall og bjór. Þegar ég mæti þá er allt voðalega rólegt og síðan segir Ásdís við mig "komdu aðeins inní stofu ég ætla sýna þér svolítið". Ég sagði ekkert mál og fygldi henni, þá voru kveikt ljósin og sagt SURPRICE. Þá voru þarna komnir flest allir vinir mínir á höfuðborgarsvæðinu. Búnir að vera bíða eftir mér til þess að láta mig míga næstum því í buxurnar. Þetta var algjör snilld að sjá alla komna þarna saman. Búið að ná í kontrabassa og bongotrommur allur pakkinn. Ég verð að segja að ég hef bara aldrei lent í örðu eins. Síðan var auðvitað spilað og skemmt sér langt fram eftir nóttu.

Ég vill þakka Regínu, Júlla og Ásdísi fyrir ógleymanlegt kvöld.

Síðan vill ég þakka öllum hinum fyrir að nenna að koma á þetta snilldarkvöld í tilefni elli minnar.

Takk fyrir mig

Björn Hildir.

ágúst 08, 2006

Vinna og vinna og Morrissey

Komiði Sæl,

Jæja seinustu vikur hafa verið í vinnunni. Það er bara búið að vera brjálað að gera og tíminn líður mjög fljótt. Annars er stefnan um næstu helgi að fara hitta mína heitt elskuðu Regínu og fara á tónleika með Kóngnum sjálfum MORRISSEY. Ég hef beðið eftir þessari stund síðan ég heyrði í honum fyrst árið 1989 og uppgvötaði hvers konar snilldingur hann er. Með uppáhalds riðmagítarleikara(johnny marr) minn sér við hlíð komu hvert snilldarverkið á eftir öðru.

Hann lengi lifi, húrra húrra húrrraaa:)

Bið að heilsa öllum í bili.
Björn Hildir