Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júní 18, 2007

Endalokin

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er komið að kveðjustund því í dag verða allir kassarnir í íbúðinni fjarlægðir og brottför ætluð kl 9:00 í fyrramálið. Það er skrýtin tilfinning að þessu sé að ljúka og maður sé kominn með hálfa hendina á BA gráðu. Líka er tilfinningin skrýtin að yfirgefa alla vinina, veðrið, ódýra bjórinn og lífið sem fylgir því að vera námsmaður. Auk þess er maður pínu stressaður að flytja heim í stressið sem því fylgir, en að sjálfsögðu gríðarlegur spenningur að koma heim og hitta alla.

Allaveganna Ísland hér kem ég.

Með kveðju,
Björn H Reynisson

júní 07, 2007

Búinn

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er maður búinn með skólann í bili. Fór í síðasta prófið síðastliðinn mánudag. Strax eftir að prófið var búið fóru allir beint á pubinn í skólanum og það var skemmt sér langt frameftir nóttu. Ég hef verið að nota seinustu tvo daga í að jafna mig eftir þetta kvöld. Annars er mikil heimsóknarhelgi framundan þar sem fyrst kemur Fjóla frá Ástralíu sem hefur ekki stígið á vestræna grund í langan tíma. Síðan hafa foreldar mínir ákveðið að heiðra okkur hérna með nærveru sinni í nokkra daga. Þannig að það verður rosalegt stuð framundan. Annars erum við skötuhjúinn búinn að panta flug heim sem er 19 júní. Það eru blendar tilfinningar gangvart þessum degi, þar að segja þriggja ára tímabil á enda en spennandi tímar framundan. Allaveganna hef ég ákveðið að reyna njóta sólarinnar þangað að brottför kemur.

Bið að heilsa öllum í bili
Björn Hildir.

maí 29, 2007

Góð helgi

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er ein en helgin liðinn með tilheyrandi látum. Við byrjuðum þessa helgi með því að fara á Bjórfesteval með Bryndísi og Bjarka. Þar var boðið uppá 184 tegundir af bjór. Því miður náði ég nú ekki að smakka alla en maður reyndi einsog maður gat. Á laugardaginn fór svo sami hópur að pönta á Cam river með kampavín og sushi í hönd. Um kvöldið var síðan grillað og eftir það farið á Gríska tónleika með 15 manna hljómsveit. Á sunnudaginn var skyndiákvörðun tekinn og drifið sig til London að hitta Rúnar og Bylgju sem voru þar að spóka sig. Eftir að þau þurftu að yfirgefa svæðið þá kýktum við skötuhjúinn í búðir og fengum okkur pizzu að hætti Bella Pizza.
Að vísu gerðist skemmtilegur atburður þarna í búðinni þar sem Regína var skoða sig um, stóð ég eins og álfur út úr hól röltandi þarna um. Síðan fann ég að það var einhver að horfa á mig og ég leit við þá var það hin fræga leikkona Thandie Newton sem er fræg fyrir að leika mynd einsog Crash eða Mission Impossible. Þetta að vísu kemur ekkert á óvært að hún hafi verið að horfa á mig (að ég held???).;)
Thandie Newton

maí 18, 2007

Ritgerðarskil

Sælt veri fólkið,

Það var mikill léttir seinasta þriðjudag þegar ég skilaði inn ritgerðunum sem ég er búinn að vinna í seinustu sex vikurnar. Þá er bara eitt próf eftir sem er fjórða júní. Svo Bachelor gráðan er bara á næsta leiti (vonandi). Annars eru stífir heimsóknar tímar núna og framundan þ.e.a.s á næstu vikum kemur skemmtilegur hópur af góðum vinum og fjölskyldu í heimsókn. Annars er búið að vera frekar leiðinlegt veður hérna undanfarið, rigning og 15 gráður. Sem var að vísu ágætt þegar maður þurfti að búa á bókasafninu allan daginn. Síðan erum við skötuhjúin farin að undirbúa væntanlegan flutning heim til okkar ástkæra lands og þessi þriggja ára útrás er að enda í bili.

Með kveðju,
Björn H Reynisson

apríl 30, 2007

Laugardagar = Fótboltadagar

Sælt veri fólkið,

Við skelltum okkur til Norwich seinasta laugardag og sendum konurnar í búðir meðan við fórum á leik með Norwich gegn Southampton. Þar var hin fínasta stemming og gott veður. Leikurinn endaði með nokkuð örugglegum sigri Southampton. Við kallarnir allaveganna skemmtum okkur mjög vel. Núna verða ekki fleiri frídagar þangað til maður skilar ritgerðunum.
kallarnir

völlurinn

apríl 19, 2007

Áhugaverður fyrirlestur

Sælt veri fólkið,

Núna um daginn dró Regína mig á mjög áhugaverðan fyrirlestur þar sem hinn heimsfrægi sálfræðingur Philip G. Zimbardo var að halda fyrirlestur um nýja bók sem hann var að gefa út og fjallar þar á meðal um Abu Ghraib fangelsismálið í Bandaríkjunum þar sem hann var sérfræði vitni. Það var nefnilega þessi gæi sem framkvæmdi hina umdeildu Stanford Prison Experiment sem margir hafa heyrt um, en þar bjó hann til fangelsi í kjallara Stanford University og valdi 20 nemendur og skipti þeim í tvo hópa, 10 áttu að leika fangverði og 10 fanga. Þetta var allt gert sem raunverulegast og í stuttu máli sýndi rannsóknin það að nemendurnir sem voru fangaverðir fýluðu valdið sem þeir höfðu og töluðu látlaust niður til fanganna. Þessi rannsókn átti að taka 2 vikur en entist í 5 daga og fyrsti fanginn sprakk eftir 36 tíma. Það er hans skoðun að það fæðist engin góður eða vondur heldur er það aðstæðan sem hann er settur í sem gerir hann vondan eða góðan. Ágætis pæling en allaveganna ef einhver vill lesa meira um þetta þá skal hann klikka hér.

Annars erum við skötuhjúinn að fara í ferðalag um helgina, búin að leigja okkur bíl sem verður mjög áhugavert og ætlum að keyra til Bath.

Bið að heilsa,
Björn að fara keyra vinstra megin :(

apríl 06, 2007

Páskahelgin og messa

Great ST Mary´s Church
Sælt veri fólkið,

Jæja þá er nú komið að hinum árlegu páskum sem eru með svolítið öðru sniði hér í Englandi. Allaveganna vorum við skötuhjúin búin að kaupa vel inn fyrir helgina því einsog við eigum að venjast þá er allt lokað á föstudeginum langa. Við ákváðum því að fara í hjólarúnt og sjá svona hvernig þetta allt er hérna. Heyrðu okkur til mikillar undrunar var allt opið hér og þeir kalla föstudaginn langa "Good Friday". Í Biblíunni sem ég las þá var þetta enginn góður dagur, en ég veit ekki afhverju hann heitir það hér.

Þegar í bæinn var komið voru auðvitað allar kirkjur bæjarins opnar og við lentum í messu í Great St. Mary´s Church, sem var hálfnuð. Við laumuðum okkur þarna inn og við kláruðum að hlusta á ræðu biskupsins sem sagði okkur að við ættum ekki að hafa áhyggjur, því meirihlutinn af áhyggjum okkar snúast um eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Þannig að við ættum að láta Guð heilagann sjá um það. Auk þess kom það mér á óvært hvað kórinn var ótrúlega góður sem samanstóð af ungum piltum, stúlkum og fullorðnum. Að öðru leiti var þetta mjög hefðbundinn Föstudagur langi.

Með kveðju,
Björn Hildir