Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júní 01, 2005

Próflestur

Sælt veri fólkið,

Núna fer allur tíminn í að lesa fyrir prófið góða. Þar þarf maður að vera undirbúinn í öllu sem er búið að fara yfir í vetur. Þetta gengur alveg ágætlega en þetta er ansi mikið efni þegar maður fer að skoða þetta allt saman. Síðan er svolítið erfitt að einbeita sér þegar maður er að fara í ferð eftir 11 daga um Austur Evrópu. Við skötuhjúin erum nefnilega að fara í bakpokaferðalag og ætlum að skoða Austur Evrópu með okkar augum. Á dagskránni eru eftirfarandi lönd: Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía, Slóvenía, dagsferð til Póllands og Austurríkis og svo endum við í London. Eftir það er það gamla góða Ísland.
Jæja verð að fara að læra.

Hilsen,
Björn í lestri.