Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

mars 27, 2007

Heimsókn

Sælt veri fólkið,

Það er alltaf jafn gaman að fá fólk í heimsókn og helgin var engin undantekning á því. Þá komu skötuhjúin frá Köben þau Gunnar og Ragnheiður. Á föstudeginum var farið til stórborgarinnar sem ber nafnið London, þrátt fyrir örlitla rigningu var þetta hin mesta skemmtun og borgin klikkaði ekki einsog við mátti búast. Síðan á laugardeginum var Cambridge tekin til skoðunar og tel ég að þeim hafi þótt forvitnilegt að vita hvað sögufrægur þessi staður er. Kvöldið var tekið með trompi á japönskum veitingarstað og góðu pöbbarölti. Sunnudagurinn var tileinkaður Cam ánni sem liggur í gegnum Cambridge og var siglt þar í gegn með frábærri leiðsögn þó ég segi sjálfur frá.

Annars vill ég þakka Gunnari og Ragnheiði fyrir frábæra helgi og góða skemmtun.

Með kveðju,
Björn