Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

apríl 19, 2007

Áhugaverður fyrirlestur

Sælt veri fólkið,

Núna um daginn dró Regína mig á mjög áhugaverðan fyrirlestur þar sem hinn heimsfrægi sálfræðingur Philip G. Zimbardo var að halda fyrirlestur um nýja bók sem hann var að gefa út og fjallar þar á meðal um Abu Ghraib fangelsismálið í Bandaríkjunum þar sem hann var sérfræði vitni. Það var nefnilega þessi gæi sem framkvæmdi hina umdeildu Stanford Prison Experiment sem margir hafa heyrt um, en þar bjó hann til fangelsi í kjallara Stanford University og valdi 20 nemendur og skipti þeim í tvo hópa, 10 áttu að leika fangverði og 10 fanga. Þetta var allt gert sem raunverulegast og í stuttu máli sýndi rannsóknin það að nemendurnir sem voru fangaverðir fýluðu valdið sem þeir höfðu og töluðu látlaust niður til fanganna. Þessi rannsókn átti að taka 2 vikur en entist í 5 daga og fyrsti fanginn sprakk eftir 36 tíma. Það er hans skoðun að það fæðist engin góður eða vondur heldur er það aðstæðan sem hann er settur í sem gerir hann vondan eða góðan. Ágætis pæling en allaveganna ef einhver vill lesa meira um þetta þá skal hann klikka hér.

Annars erum við skötuhjúinn að fara í ferðalag um helgina, búin að leigja okkur bíl sem verður mjög áhugavert og ætlum að keyra til Bath.

Bið að heilsa,
Björn að fara keyra vinstra megin :(