Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júní 07, 2007

Búinn

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er maður búinn með skólann í bili. Fór í síðasta prófið síðastliðinn mánudag. Strax eftir að prófið var búið fóru allir beint á pubinn í skólanum og það var skemmt sér langt frameftir nóttu. Ég hef verið að nota seinustu tvo daga í að jafna mig eftir þetta kvöld. Annars er mikil heimsóknarhelgi framundan þar sem fyrst kemur Fjóla frá Ástralíu sem hefur ekki stígið á vestræna grund í langan tíma. Síðan hafa foreldar mínir ákveðið að heiðra okkur hérna með nærveru sinni í nokkra daga. Þannig að það verður rosalegt stuð framundan. Annars erum við skötuhjúinn búinn að panta flug heim sem er 19 júní. Það eru blendar tilfinningar gangvart þessum degi, þar að segja þriggja ára tímabil á enda en spennandi tímar framundan. Allaveganna hef ég ákveðið að reyna njóta sólarinnar þangað að brottför kemur.

Bið að heilsa öllum í bili
Björn Hildir.