Björn Hildir

Dagbók um lífið hér í Cambridge í Englandi

júní 18, 2007

Endalokin

Sælt veri fólkið,

Jæja þá er komið að kveðjustund því í dag verða allir kassarnir í íbúðinni fjarlægðir og brottför ætluð kl 9:00 í fyrramálið. Það er skrýtin tilfinning að þessu sé að ljúka og maður sé kominn með hálfa hendina á BA gráðu. Líka er tilfinningin skrýtin að yfirgefa alla vinina, veðrið, ódýra bjórinn og lífið sem fylgir því að vera námsmaður. Auk þess er maður pínu stressaður að flytja heim í stressið sem því fylgir, en að sjálfsögðu gríðarlegur spenningur að koma heim og hitta alla.

Allaveganna Ísland hér kem ég.

Með kveðju,
Björn H Reynisson